Smíðar eru ekki fjarlægar guðspjöllum

Séra Sigurður Jónsson.
Séra Sigurður Jónsson.

Sr. Sigurður Jónsson, sóknarprestur í Áskirkju í Reykjavík undanfarin 13 ár, útskrifaðist úr húsasmíði í kvöldskóla Fjölbrautaskólans í Breiðholti á dögunum.

„Ég held því fram að það sé mjög gott fyrir alla, og ekki síst presta, sem fást við andleg viðfangsefni, að hafa eitthvert handverk að að hverfa,“ segir hann og bætir við að handverkinu fylgi mikil hvíld.

„Ég er úr sveit og þar þurfti ég að geta rekið saman fjárhúsgrindur og gert við girðingar og í seinni tíð hefur blundað í mér að læra betur til þessara verka, læra á trésmíðavélarnar og geta orðið meira sjálfbjarga, fækka þumalputtunum,“ segir Sigurður um ástæður þess að hann fór í námið. „Svo stendur til að byggja sumarbústað og ekki er verra að geta reist hann sjálfur.“

Námið hófst 2013. Sigurður tók einn til tvo áfanga á önn nema hvað tvö ár duttu út. Hann segist hafa haft mikla ánægju af náminu en bendir á að hann þurfi að fá 72 vikna samning til þess að ljúka sveinsprófi. „Kennararnir sögðu reyndar að ég væri búinn að vera svo lengi við störf hjá meistaranum, það er frelsaranum, að sveinsprófið væri aukaatriði.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.890 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »