Steypireyðarmæðgur sáust í Faxaflóa

Svo bar til á þjóðhátíðardaginn sjálfan að steypireyður sást inni á Faxaflóa. Og ekki aðeins steypireyður, heldur kálfurinn hennar líka. Þetta er ekki vanalegt. Farþegum um borð í hvalaskoðunarskipi snarbrá. Leiðsögumaður um borð segir þetta hafa verið stórmerkilegt augnablik.

Skýtur upp trýninu.
Skýtur upp trýninu. Ljósmynd/Annika

Steypireyður er stærsta spendýr jarðar. Fullvaxin getur hún orðið 150 tonn að þyngd. „Þetta var alveg magnað. Venjulega þegar við sjáum hvali eru það hnúfubakar eða hrefnur en þessi var að hreyfa sig aðeins öðruvísi,“ segir Federigo Facchin, Ítali sem var leiðsögumaður um borð í skipi Special Tours, sem var statt nærri Suðurhrauni á Faxaflóa.

Hér er sporður steypireyðarinnar í návígi.
Hér er sporður steypireyðarinnar í návígi. Ljósmynd/Federico Facchin

Federico sá hvalinn og hugsaði fyrst með sér að þetta væri kannski langreyður, út frá óhefðbundnu sköpulagi og hátterni. Svo kom hvalurinn nær, bara nokkrum metrum frá skipinu, og þá fóru að renna á Federico tvær grímur. Var þetta steypireyður? Hann tók myndir af fyrirbrigðinu og fékk það skömmu síðar staðfest að um steypireyði væri að ræða.

Federico Facchin er hvalaleiðsögumaður og jafnframt sjávarlíffræðingur. Hann sagði mbl.is ...
Federico Facchin er hvalaleiðsögumaður og jafnframt sjávarlíffræðingur. Hann sagði mbl.is frá fundinum við steypireyðarnar. Ljósmynd/Facebook

„Svo var þetta bara steypireyður. Móðir með litla kálfinn sinn. Satt að segja var þetta bara stórmerkilegt,“ segir Federico.

„Fólkið var uppi á efra þilfarinu að svipast um eftir dýrinu og ég var einn niðri á neðra þilfari. Maður veit aldrei hvar hún birtist aftur en allt í einu kom hún og mér krossbrá. Hún var beint fyrir framan mig og það heyrðist svo hátt í henni þegar hún blés! Ég var dauðskelkaður,“ lýsir Federico fyrir blaðamanni.

Sjaldgæf tíðindi

Það var helst til fámennt um borð í skipinu að mati Federico en þeir sem voru fylgdust andaktugir með skepnunni synda hringi í kringum skipið. Steypireyður er ekki aðeins stærsta spendýr jarðar heldur einfaldlega stærsta dýrategund sem hefur lifað á jörðinni, ef marka má Wikipedia.

Myndband af dýrinu:

Faxaflói er hins vegar grynnri en svo að þangað leggi leið sína steypireyðar að öllu jöfnu og því telst þetta atburður. Og eins og segir var hún ekki ein á ferð, heldur dóttir hennar líka. Sem hefur þó að líkindum ekki verið smá í sniðum frekar en tegundarsystur sínar. Síðast sást til steypireyðar fyrir átta árum og það var ekki í ámóta návígi, heldur í kíki. Annars hefur hvalaskoðunarskip aðeins mætt steypireyði einu sinni í flóanum, samkvæmt bráðabirgðaupplýsingum frá Special Tours.

mbl.is fékk þessar myndir frá Special Tours og einnig sérstaklega frá Federico, sem sjálfur er sjávarlíffræðingur og heldur vel að merkja úti Instagram-reikningi helguðum íslenskri náttúru.

Hér blæs hún úr nös. Það heyrist víst úr nokkurri ...
Hér blæs hún úr nös. Það heyrist víst úr nokkurri fjarlægð. Ljósmynd/Annika
Ljósmynd/Annika
mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Erfitt að réttlæta fatakaup

13:22 Þau Vigdís Freyja Gísladóttir og Egill Gauti Sigurjónsson kaupa nær eingöngu notuð föt. Þau segja umhverfisverndunar- og siðferðissjónarmið stýra því að þau kaupi bara notað. Meira »

Ruddust inn í íbúð í miðborginni

12:50 Tilkynning barst til lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í morgun um tvo einstaklinga sem ruðst hefðu inn í íbúð í miðborg Reykjavíkur og veist að húsráðanda. Meira »

Leikhúsið svar við vondum þáttum

12:35 „Ég held að hin ótrúlega mikla aðsókn að Þjóðleikhúsinu sýni að við erum að svara einhverri þörf hjá almenningi,“ segir Ari Matthíasson Þjóðleikhússtjóri í samtali við Sunnudagsblaðið þar sem hann ræðir stöðu leikhússins og svarar gagnrýni sem að honum hefur verið beint. Meira »

Lofar ekki kraftaverkum

12:15 Rahul Bharti er fæddur inn í fátæka indverska fjölskyldu en var ættleiddur af ungu og ríku svissnesku pari aðeins tveggja ára gamall. Hann bjó alla sína æsku meðal frumbyggja og ættbálka víða um heim sem kenndu honum fornar lækningalistir. Meira »

Tókst að bjarga bláuggatúnfiskinum

11:45 Mun strangari reglur og öflugt eftirlit varð til þess að undanfarinn áratug fór bláuggatúnfiskur í Atlantshafi að ná sér aftur á strik. Meira »

Fjórfaldur lottópottur næst

09:16 Lottópotturinn verður fjórfaldur í næstu viku þar sem enginn var með allar aðaltölurnar réttar þegar dregið var í lottóinu í gærkvöld en potturinn var þá 26,8 milljónir. Meira »

Líkur á síðdegisskúrum í dag

07:37 Fram kemur á vef Veðurstofunnar að lægðarsvæði sé fyrir suðaustan og austan landið og fyrir vikið norðaustlæg átt á landinu, 3-10 metrar á sekúndu. Meira »

Vildi ekki yfirgefa lögreglustöðina

07:15 Meðal þeirra verkefna sem lögreglan á höfuðborgarsvæðinu þurfti að sinna í gærkvöldi og nótt var tilkynning um konu í annarlegu ástandi sem væri að reyna að saga tré við Norðurbrún í Reykjavík en konan mun ekki vera eigandi trésins. Meira »

Tilnefnd til verðlauna Chatham House

Í gær, 23:05 Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra er tilnefnd til verðlauna bresku hugveitunnar Chatham House árið 2019, en tilnefningarnar voru opinberaðar í gær. Þar er hún ekki í slæmum félagsskap, en ásamt henni eru þeir tilnefndir Sir David Attenborough, sjónvarpslíffræðingurinn heimsþekkti og Abiy Ahmed, forsætisráðherra Eþíópíu. Meira »

Skorað á sjálfstæðismenn að kjósa annað

Í gær, 22:59 „Staðreyndin er sú að það kann ekki góðri lukku að stýra þegar þingflokkur Sjálfstæðisflokksins fer allur sem einn á bak við mál, sem fyrst og fremst á stuðning meðal Samfylkingarflokkanna, og er að auki í andstöðu við vilja landsfundar.“ Meira »

Yfir sex hundruð tegundir

Í gær, 20:45 Hjónin Sigurður Þórðarson og Sigrún Andrésdóttir hófu búskap fyrir hálfri öld í húsi á Markarflöt í Garðabæ. Þau byrjuðu fljótt að vinna í garðinum, sem er í dag sannkölluð paradís. Meira »

Stekkur ekki úr sófanum á Laugaveginn

Í gær, 20:00 „Maður stendur ekki bara upp úr sófanum og segist ætla að hlaupa Laugaveginn,“ segir Lilja Ágústa Guðmundsdóttir. Hún varð um síðustu helgi fyrsta konan í aldursflokknum 70 ára og eldri til að klára Laugavegshlaupið en Lilja er 71 árs. Meira »

DV fékk ekki leyfi fyrir umsátri

Í gær, 19:40 Blaðamenn DV fengu ekki leyfi til að sitja fyrir Gunnari Rúnari Sigurþórssyni, sem afplánar á áfangaheimilinu Vernd, í því skyni að ná af honum viðtali líkt og reglugerðir gera ráð fyrir. Þetta staðfestir fangelsismálastjóri. Meira »

Fagnaðarfundir í nýjum hjólabrettagarði

Í gær, 18:25 Júlíus og Jón léku listir sínar í hjólabrettagarðinum nýja á Miðbakka í gær. Þeir fengu sér hressingu á nýjum matarmarkaði en þá greindi á um hvaða drykkur skyldi verða fyrir valinu. Meira »

Bandaríkjaher ræðst í útboð fljótlega

Í gær, 18:14 Bandaríkjaher hefur tilkynnt um fyrirhugað útboð á hönnun og framkvæmdum við þau mannvirki sem herinn hyggst reisa á Keflavíkurflugvelli. Kostnaðaráætlunin nemur 6,2 milljörðum króna. Meira »

GRÓ sótti göngumann á Fimmvörðuháls

Í gær, 17:59 Ný þyrla Landhelgisgæslu Íslands, TF-GRÓ, fór í sitt fyrsta útkall í dag er hún sótti slasaðan göngumann á Fimmvörðuháls. Maðurinn var staddur ofarlega á Morinsheiði ofan Þórmerkur og var ekki alvarlega slasaður. Meira »

Youtube Premium opnar á Íslandi

Í gær, 17:12 Viðbótarþjónusta myndbandsveitunnar Youtube, Youtube Premium, er nú aðgengileg notendum hennar á Íslandi. Þetta tilkynnti vefrisinn Google í vikunni, en Ísland er eitt þrettán nýrra landa sem fá nú aðgang að þjónustunni. Meira »

Horfurnar góðar fyrir hvítfiskinn

Í gær, 17:10 Heilt á litið hefur þróun sölumagns og verðs verið í rétta átt fyrir íslenskan þorsk, ýsu og ufsa. Þetta segir Anna Björk Theodórsdóttir, framkvæmdastjóri Sea Data Center. Samsetning útflutningsins virðist þó vera að taka breytingum og orðið aukning í útflutningi á heilum fiski til verkunar á svæðum þar sem launakostnaður er lægri. Meira »

Fimm lentu í umferðaróhappi

Í gær, 16:41 Umferðaróhapp átti sér stað á Reykjanesbraut eftir hádegi í dag þegar fólksbíll fór út af veginum í námunda við afleggjarann inn á Grindavíkurveg. Meira »
STIGAR OG HANDRIÐ ALLAR MÖGULEGAR GERÐIR
Hagstæð verð, sjá meðal annars: http://www.youtube.com/watch?v=73dIQgOl2JQ...
Eldhússtólar
Til sölu 6 stk eldhússtólar, hvítir á stálfótum. Vel útlítandi. Verð kr 2500 st...
Tæki fyrir traktorinn
Við erum með jarðtætara, hagasláttuvélar, kurlara og allt mögulegt fyrir traktor...
Útsala ! Kommóða og eldhússtólar...
Till sölu 3ja skúffu kommóða,ljós viðarlit. Lítur mjög vel út.. Verð kr 2000......