Þurftu að lenda með veikt kornabarn

Lenda þurfti vélinni í Leifsstöð.
Lenda þurfti vélinni í Leifsstöð. mbl.is/Eggert

Vél Ethiopian Airlines á leið sinni frá Dubaí til Baltimore-borgar í Bandaríkjunum þurfti að lenda skyndilega á Keflavíkurflugvelli í fyrradag vegna veikinda farþega um borð.

Var um kornabarn að ræða sem veiktist og var flutt með sjúkrabifreið á Barnaspítala Hringsins í kjölfar komunnar til Keflavíkur.

Eftir því sem fram kemur í tilkynningu lögreglu liggja ekki fyrir upplýsingar um líðan barnsins að svo stöddu.

mbl.is