„Til hamingju með daginn konur“

Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis.
Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Við upphaf þessa fundar vill forseti óska íslenskum konum til hamingju með daginn – kvenréttindadaginn sem er í dag 19. júní,“ sagði Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, við setningu þingfundar. Í dag eru 104 ár frá því að konur öðluðust kosningarétt.

„Þessi dagur er sannarlega hátíðisdagur allrar þjóðarinnar og minningardagur um mikla réttindabaráttu og meðal annars þá sem við minnumst gjarnan sérstaklega að í dag eru 104 ár síðan konur fengu almennan kosningarétt. Til hamingju með daginn konur,“ sagði Steingrímur.

mbl.is