Vilja afturkalla umboð stjórnarmanna

Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segist bjartsýnn á að fullrúaráðið ...
Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segist bjartsýnn á að fullrúaráðið samþykki tillögu stjórnarinnar á morgun og að umboð stjórnarmanna verði afturkallað. mbl.is/Hari

Stjórn VR samþykkti í gær að boða fund í fulltrúaráði VR hjá Lífeyrissjóði verzlunarmanna (LV) og leggja þar fram tillögu um að afturkalla umboð þeirra sem félagið tilnefnir í stjórn lífeyrissjóðsins og skipa nýja fulltrúa í stjórn til bráðabirgða. Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR staðfestir þetta í samtali við mbl.is, en Kjarninn greindi fyrst frá. VR tilnefnir 4 af 8 stjórnarmönnum í LV.

Ragnar Þór segir í samtali við blaðamann að ástæðan fyrir því að gripið sé til þessara aðgerða sé ákvörðun stjórnar sjóðsins, sem tekin var 24. maí síðastliðinn, um að hækka breytilega vexti verðtryggðra sjóðfélagalána úr 2,06% upp í 2,26%, en tveimur dögum fyrr hafði Seðlabanki Íslands lækkað stýri vexti um hálft prósentustig.

„Þegar að við verðum uppvís að því að sjóður sem við erum svona nátengd sjálf er að vinna augljóslega gegn þeirri vegferð sem við erum að fara, þá verður að bregðast við með einhverjum hætti,“ segir Ragnar Þór.

Fundur fulltrúaráðsins verður haldinn á morgun, en hann situr 15 manna stjórn VR og tíu fulltrúaráðsliðar að auki. Þrettán af fimmtán í stjórn VR greiddu atkvæði með því að bera tillöguna upp og einfaldur meirihluti þeirra 25 sem sitja í fulltrúaráðinu dugir til þess að tillagan verði að veruleika.

Í samtali við mbl.is 3. júní sl. sagði Ragnar Þór að vaxtahækkunin væri „í rauninni bara stríðsyfirlýsing“ gegn því sem verkalýðshreyfingin væri að reyna að vinna að og sagði spurningu hvort sjóðurinn væri kerfisbundið að vinna gegn tilraunum Seðlabankans og verkalýðhreyfingarinnar til þess að reyna að „lækka kostnaðinn við að lifa“.

Óboðlegt að vaxtastigi sé stjórnað eftir geðþótta

Hann segir nú að þessi ákvörðun hafi ekki bara verið „blaut tuska“ framan í stjórn VR heldur beinlínis „niðurlægjandi fyrir verkalýðshreyfinguna“ og að stjórn VR hafi óskað eftir rökstuðningi frá stjórn LV.

„Þetta er ekki boðlegt og við getum ekki látið það ...
„Þetta er ekki boðlegt og við getum ekki látið það óátalið að bæði stjórnir lífeyrissjóða og fjármálakerfið geti hagað sér eins og þeim sýnist, stjórnað vaxtastiginu eftir geðþótta og verið með meira álag á markaðsvexti en nauðsynlega þarf,“ segir formaður VR. mbl.is/Hari

„Það er ekki hægt að lesa neitt annað út úr greinargerð lífeyrissjóðsins en að stjórnarmönnum þyki vextir einfaldlega vera orðnir of lágir, og þá spyr maður sig hvort að markaðsvextir stjórni umhverfi vaxta í bönkum og lífeyrissjóðum eða geðþótti stjórnar hverju sinni. Við höfum tekið saman gögn um það að álagning banka og fjármálafyrirtækja hefur aukist mikið, markaðsvextir hafa lækkað mun meira en vextir hafa lækkað hjá lífeyrissjóðum og fjármálastofnunum,“ segir Ragnar og nefnir dæmi um að nýlega hafi foreldrar og forráðamenn barna sem eiga lokaða verðtryggða reikninga fengið tilkynningu um 0,5 prósentustiga lækkun á innlánsvöxtum, „á meðan að útlánsvextir hreyfast ekki“.

Nýir stjórnarmenn fái skýr skilaboð

Ragnar Þór segir að það sé ekki í hendi að umboð núverandi fulltrúa VR í stjórn LV verði afturkallað, en að hann sé bjartsýnn á að svo verði.

Þá verða nýir stjórnarmenn strax skipaðir sem að „taka mið af vegferð verkalýðshreyfingarinnar og markmiðum lífskjarasamningsins og taki mið af samfélaginu og samfélagslegri sátt,“ því það sé hagur allra sjóðsfélaga, hvort sem þeir séu ungir eða gamlir, að vaxtastig í landinu sé lágt.

Ákvörðun stjórnar LV um að hækka vexti á að taka gildi 1. ágúst næstkomandi. Spurður hvort þeir stjórnarmenn sem VR muni skipa, komi til þess, muni berjast fyrir því að vaxtahækkunin verði afturkölluð, segir Ragnar að hann geti ekki sagt til um það, en að hann reikni þó með því.

„Skilaboðin okkar til þeirra stjórnarmanna sem við munum skipa komi til þess að þetta verði samþykkt, þau verða alveg skýr. Markmið okkar, með skipan þeirra, með hliðsjón af lífskjarasamningnum, verða alveg skýr. Skilaboð okkar til þeirra stjórnarmanna sem við erum að afturkalla umboðið hjá eru líka alveg skýr. Skilaboð okkar út í samfélagið eru alveg skýr, því Lífeyrissjóður verzlunarmanna er jú einn stærsti hluthafinn í mörgum af stærstu fyrirtækjum landsins,“ segir Ragnar.

mbl.is

Innlent »

Ruddust inn í íbúð í miðborginni

12:50 Tilkynning barst til lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í morgun um tvo einstaklinga sem ruðst hefðu inn í íbúð í miðborg Reykjavíkur og veist að húsráðanda. Meira »

Leikhúsið svar við vondum þáttum

12:35 „Ég held að hin ótrúlega mikla aðsókn að Þjóðleikhúsinu sýni að við erum að svara einhverri þörf hjá almenningi,“ segir Ari Matthíasson Þjóðleikhússtjóri í samtali við Sunnudagsblaðið þar sem hann ræðir stöðu leikhússins og svarar gagnrýni sem að honum hefur verið beint. Meira »

Lofar ekki kraftaverkum

12:15 Rahul Bharti er fæddur inn í fátæka indverska fjölskyldu en var ættleiddur af ungu og ríku svissnesku pari aðeins tveggja ára gamall. Hann bjó alla sína æsku meðal frumbyggja og ættbálka víða um heim sem kenndu honum fornar lækningalistir. Meira »

Tókst að bjarga bláuggatúnfiskinum

11:45 Mun strangari reglur og öflugt eftirlit varð til þess að undanfarinn áratug fór bláuggatúnfiskur í Atlantshafi að ná sér aftur á strik. Meira »

Fjórfaldur lottópottur næst

09:16 Lottópotturinn verður fjórfaldur í næstu viku þar sem enginn var með allar aðaltölurnar réttar þegar dregið var í lottóinu í gærkvöld en potturinn var þá 26,8 milljónir. Meira »

Líkur á síðdegisskúrum í dag

07:37 Fram kemur á vef Veðurstofunnar að lægðarsvæði sé fyrir suðaustan og austan landið og fyrir vikið norðaustlæg átt á landinu, 3-10 metrar á sekúndu. Meira »

Vildi ekki yfirgefa lögreglustöðina

07:15 Meðal þeirra verkefna sem lögreglan á höfuðborgarsvæðinu þurfti að sinna í gærkvöldi og nótt var tilkynning um konu í annarlegu ástandi sem væri að reyna að saga tré við Norðurbrún í Reykjavík en konan mun ekki vera eigandi trésins. Meira »

Tilnefnd til verðlauna Chatham House

Í gær, 23:05 Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra er tilnefnd til verðlauna bresku hugveitunnar Chatham House árið 2019, en tilnefningarnar voru opinberaðar í gær. Þar er hún ekki í slæmum félagsskap, en ásamt henni eru þeir tilnefndir Sir David Attenborough, sjónvarpslíffræðingurinn heimsþekkti og Abiy Ahmed, forsætisráðherra Eþíópíu. Meira »

Skorað á sjálfstæðismenn að kjósa annað

Í gær, 22:59 „Staðreyndin er sú að það kann ekki góðri lukku að stýra þegar þingflokkur Sjálfstæðisflokksins fer allur sem einn á bak við mál, sem fyrst og fremst á stuðning meðal Samfylkingarflokkanna, og er að auki í andstöðu við vilja landsfundar.“ Meira »

Yfir sex hundruð tegundir

Í gær, 20:45 Hjónin Sigurður Þórðarson og Sigrún Andrésdóttir hófu búskap fyrir hálfri öld í húsi á Markarflöt í Garðabæ. Þau byrjuðu fljótt að vinna í garðinum, sem er í dag sannkölluð paradís. Meira »

Stekkur ekki úr sófanum á Laugaveginn

Í gær, 20:00 „Maður stendur ekki bara upp úr sófanum og segist ætla að hlaupa Laugaveginn,“ segir Lilja Ágústa Guðmundsdóttir. Hún varð um síðustu helgi fyrsta konan í aldursflokknum 70 ára og eldri til að klára Laugavegshlaupið en Lilja er 71 árs. Meira »

DV fékk ekki leyfi fyrir umsátri

Í gær, 19:40 Blaðamenn DV fengu ekki leyfi til að sitja fyrir Gunnari Rúnari Sigurþórssyni, sem afplánar á áfangaheimilinu Vernd, í því skyni að ná af honum viðtali líkt og reglugerðir gera ráð fyrir. Þetta staðfestir fangelsismálastjóri. Meira »

Fagnaðarfundir í nýjum hjólabrettagarði

Í gær, 18:25 Júlíus og Jón léku listir sínar í hjólabrettagarðinum nýja á Miðbakka í gær. Þeir fengu sér hressingu á nýjum matarmarkaði en þá greindi á um hvaða drykkur skyldi verða fyrir valinu. Meira »

Bandaríkjaher ræðst í útboð fljótlega

Í gær, 18:14 Bandaríkjaher hefur tilkynnt um fyrirhugað útboð á hönnun og framkvæmdum við þau mannvirki sem herinn hyggst reisa á Keflavíkurflugvelli. Kostnaðaráætlunin nemur 6,2 milljörðum króna. Meira »

GRÓ sótti göngumann á Fimmvörðuháls

Í gær, 17:59 Ný þyrla Landhelgisgæslu Íslands, TF-GRÓ, fór í sitt fyrsta útkall í dag er hún sótti slasaðan göngumann á Fimmvörðuháls. Maðurinn var staddur ofarlega á Morinsheiði ofan Þórmerkur og var ekki alvarlega slasaður. Meira »

Youtube Premium opnar á Íslandi

Í gær, 17:12 Viðbótarþjónusta myndbandsveitunnar Youtube, Youtube Premium, er nú aðgengileg notendum hennar á Íslandi. Þetta tilkynnti vefrisinn Google í vikunni, en Ísland er eitt þrettán nýrra landa sem fá nú aðgang að þjónustunni. Meira »

Horfurnar góðar fyrir hvítfiskinn

Í gær, 17:10 Heilt á litið hefur þróun sölumagns og verðs verið í rétta átt fyrir íslenskan þorsk, ýsu og ufsa. Þetta segir Anna Björk Theodórsdóttir, framkvæmdastjóri Sea Data Center. Samsetning útflutningsins virðist þó vera að taka breytingum og orðið aukning í útflutningi á heilum fiski til verkunar á svæðum þar sem launakostnaður er lægri. Meira »

Fimm lentu í umferðaróhappi

Í gær, 16:41 Umferðaróhapp átti sér stað á Reykjanesbraut eftir hádegi í dag þegar fólksbíll fór út af veginum í námunda við afleggjarann inn á Grindavíkurveg. Meira »

Skjálftahrina í Torfajökli

Í gær, 16:35 Jarðskjálfti, 3,3 að stærð, mældist í Torfajökli í dag kl. 14:15. Skjálftahrina hefur staðið yfir á svæðinu frá því í nótt.  Meira »
Fyrir verslunarmannahelgina !!!
Til sölu 2ja manna tjald. Verð kr 4000. 4 manna tjald Verð kr 10000. Samanbrjót...
SUMARHÚS - GESTAHÚS - BREYTINGAR
Sumarhús - Gestahús - Breytingar ? Framleiðum stórglæsileg sumarhús í ýmsum stær...
Hvaða efni er í Hornstrandabókunum?
Dæmi: Viðtal Stefáns Jónssonar við Alexander Einarsson frá Dynjanda Viðamikið ...
Gefins rúm.
Gefins hjónarúm 158 x 203 ameríst. Uppl 8984207...