Aðstoðuðu vélarvana bát sem rak að landi

Báturinn sést hér í togi.
Báturinn sést hér í togi. Ljósmynd/Aðsend

Björgunarskip var kallað út klukkan 15:30 í dag þegar Rib-bátur, fullur af fólki, var vélarvana og rak að landi rétt við Sæbraut í Reykjavík. Beiðni um björgunarbát var afturkölluð 15 mínútum síðar þegar nærliggjandi bátur tók þann vélarvana í tog.

Annar Rib-bátur var á svipuðum slóðum og sigldi hann við hlið þess vélarvana í átt að Reykjavíkurhöfn.

Samkvæmt upplýsingum frá Landsbjörg bentu fyrstu upplýsingar til þess að bátinn ræki að landi. Allt hafi þó farið vel að lokum og engin hætta hafi verið á ferðum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert