Barnaníðsmál ekki fyrir Hæstarétt

Mál Kjartans Adolfssonar verður ekki skotið til Hæstaréttar og stendur …
Mál Kjartans Adolfssonar verður ekki skotið til Hæstaréttar og stendur því sjö ára fangelsisdómur Landsréttar. mbl.is/Hallur Már

Beiðni Kjartans Adolfssonar um að Hæstiréttur taki fyrir dóm Landsréttar um að hann sæti sjö ára fangelsisvistar fyrir að nauðga dætrum sínum hefur verið hafnað. Hæstiréttur taldi ekki tilefni til þess að endurskoða mat á sönnunargildi vitnisburðar hans, brotaþola eða vitna, að því er fram kemur í ákvörðun Hæstaréttar.

Sumarið 2018 dæmdi Héraðsdómur Austurlands Kjartan í fjögurra ára fangelsi fyrir gróf kynferðisbrot gegn tveimur barnungum dætrum sínum. Niðurstaða Landsréttar í apríl var að hann skuli sæta 7 ára fangelsisvist.

Þá var honum gert að greiða eldri dóttur sinni 3,5 milljónir króna í miskabætur og þeirri yngri þrjár milljónir.

Kjartan hefur áður hlotið tíu mánaða fangelsisdóm fyrir kynferðisbrot gegn eldri hálfsystur stelpnanna tveggja, en það var árið 1991. Í landsrétti var hann einnig dæmdur fyrir að hafa tvívegis brotið nálgunarbann gegn henni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert