Coats fundaði með Guðlaugi Þór

Daniel Coats er yfirmaður leyniþjónustumála í ríkisstjórn Donalds Trump Bandaríkjaforseta.
Daniel Coats er yfirmaður leyniþjónustumála í ríkisstjórn Donalds Trump Bandaríkjaforseta. AFP

Daniel Coats, yfirmaður leyniþjónustumála í ríkisstjórn Bandaríkjanna, kom við á Íslandi á leið sinni yfir Atlantshafið og átti stuttan fund með Guðlaugi Þór Þórðarsyni utanríkisráðherra, þar sem þeir ræddu öryggismál í víðu samhengi.

Greint er frá þessu á vef utanríkisráðuneytisins og haft eftir Guðlaugi Þór að það sé „til marks um vaxandi góð samskipti Íslands og Bandaríkjanna“ að Coats komi til fundar við íslensk yfirvöld í stuttu stoppi sínu hér á landi.

Í tilkynningu utanríkisráðuneytisins er einnig greint frá því að fyrr í mánuðinum hafi farið fram fyrsti fundurinn í reglubundnu efnahagssamráði Íslands og Bandaríkjanna og að síðar í þessum mánuði muni embættismenn halda áfram viðræðum um viðskipti og fjárfestingingar á milli ríkjanna.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert