Fengu 50 kjamma á Alþingi

Þingmenn gæða sér á sviðakjömmum á Alþingi í tilefni þingloka.
Þingmenn gæða sér á sviðakjömmum á Alþingi í tilefni þingloka. Ljósmynd/Aðsend

„Þetta er í kringum 2010 sem menn fóru að taka sér saman um sviðaveislu um þau tímamót þegar fór að koma að lokum þings. Þetta hefur haldist, með einhverjum undantekningum, óslitið síðan,“ segir Jón Gunnarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, í samtali við mbl.is um sviðaveislu þingmanna.

Veislan er ekki formlegur viðburður á vegum þingsins, heldur sjálfsprottið uppátæki þingmanna, útskýrir Jón. „Þetta byrjaði svolítið sem grín í byrjun en svo hefur þetta fundið einhverja merkingu.“

Spurður hvort þingheimur sé almennt hrifinn af sviðakjömmum, svarar þingmaðurinn: „Það eru svo sem ekki allir sem vilja þetta og nóg á boðstólnum í eldhúsinu, en þetta kemur sem viðbót.“ Hann segir jafnframt margan þingmann taka viðburðinum fagnandi. „Það eru margir sem taka þátt í þessu og hafa gaman af þessu. Hér koma fimmtíu kjammar í hús.“

Willum Þór Þórsson formaður fjárlaganefndar kominn með kjamma.
Willum Þór Þórsson formaður fjárlaganefndar kominn með kjamma. Ljósmynd/Aðsend

„Lengi vel höfðum við það þannig að þeir sem tengdust sveitinni pöntuðu og þeir sem tengdust sjávarbyggðum borguðu,“ segir Jón og hlær.

„En nú skiptum við þessu milli okkar nokkrir og stöndum fyrir þessu núna,“ en að þessu sinni eru það, auk hans, Ásmundur Friðriksson þingmaður Sjálfstæðisflokksins og Ásmundur Einar Daðason félags- og barnamálaráðherra sem standa að veislunni.

Hann segir kjammana oft hafa verið fengna í gegnum Melabúðina, en að þessu sinni hafi það verið veitingamaðurinn Axel Jónsson úr Keflavík sem sá um að matreiða kjammana.

Fimmtíu kjammar komu frá veitingamanninum Axeli Jónssyni í Keflavík.
Fimmtíu kjammar komu frá veitingamanninum Axeli Jónssyni í Keflavík. Ljósmynd/Aðsend
Sjálfstæðismennirnir Jón Gunnarsson og Ásmundur Friðriksson stóðu að veislunni ásamt …
Sjálfstæðismennirnir Jón Gunnarsson og Ásmundur Friðriksson stóðu að veislunni ásamt Ásmundi Einari Daðasyni félags- og barnamálaráðherra. Ljósmynd/Aðsend
Brynjar Níelsson þingmaður Sjálfstæðisflokks skammtar sér.
Brynjar Níelsson þingmaður Sjálfstæðisflokks skammtar sér. Ljósmynd/Aðsend
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert