Ferðalag mjaldranna í myndum

Heimamenn fylgdust með komu mjaldranna til Vestmannaeyja í gær.
Heimamenn fylgdust með komu mjaldranna til Vestmannaeyja í gær. Ljósmynd/Óskar Pétur Friðriksson

„Það eru allir glaðir og ánægðir og í það heila gekk þetta vonum framar,“ segir Sig­ur­jón Ingi Sigurðsson, verkefnastjóra sérverkefnadeildar TVG-Zimsen, sem sá um flutning mjaldranna frá Keflavík til Vestmannaeyja í gær.  

Mjaldrasysturnar Litla-Grá og Litla-Hvít komu til Vestmannaeyja í gærkvöldi eftir langt og strangt 19 klukkustunda ferðalag frá sæ­dýrag­arðinum Chang­feng Oce­an World í Sj­ang­hæ í Kína. Herjólfur kom í land með mjaldrana innanborðs rétt fyrir klukkan ellefu í gærkvöldi en við tók nokkurra klukkustunda vinna við að koma þeim í sérútbúna laug þar sem þær munu aðlagast næstu vikurnar áður en þær verða fluttar í griðarsvæði í Klettsvík sem er það fyrsta í heiminum sem er sérhannað fyrir mjaldra.

„Ég lagðist á koddann klukkan þrjú í nótt,“ segir Sigurjón sem er afar sáttur við hvernig til tókst. Flutningurinn hefur verið í undirbúningi í tvö ár og því er mikil vinna sem liggur að baki. „Við höfum fengið innsýn í líf hvalanna og það er ánægjulegt að sjá hvað það er mikið af fagfólki í kringum þá sem hefur „passion“ fyrir dýravelferð,“ segir Sigurjón.

Litla-Grá og Litla-Hvít ferðuðust í sitt hvorum tanknum þar sem fór vel um þær og voru þær undir ströngu eftirliti alla ferðina. Systurnar voru farnar að sýna þreytumerki við kom­una til Vest­manna­eyja að sögn Sig­ur­jóns, en fljótlega efitr komuna í laugina fóru þær að hreyfa sig og éta.

Hér að neðan má sjá myndir frá ferðalaginu frá því að Litla-Grá og Litla-Hvít lentu í Keflavík rétt fyrir klukkan tvö í gær og þar til þær komu til Vestmannaeyja á ellefta tímanum í gær.



Flutningavélin var merkt í stíl við farþegana.
Flutningavélin var merkt í stíl við farþegana.
Flug­ferð flutn­inga­vél­ar­inn­ar Car­golux með mjaldr­ana tvo frá Sj­ang­hæ til Íslands …
Flug­ferð flutn­inga­vél­ar­inn­ar Car­golux með mjaldr­ana tvo frá Sj­ang­hæ til Íslands gekk vel og var vél­in hálf­tíma á und­an áætl­un þegar hún lenti í Kefla­vík klukk­an 13.41 í gær. mbl.is/Eggert Jóhannesson
Fólk fylgdist með komu mjaldranna tveggja til landsins á Keflavíkurflugvelli.
Fólk fylgdist með komu mjaldranna tveggja til landsins á Keflavíkurflugvelli. mbl.is/Eggert Jóhannesson
Flugið tók um tíu og hálfan tíma. Mjaldr­arn­ir voru óró­leg­ir …
Flugið tók um tíu og hálfan tíma. Mjaldr­arn­ir voru óró­leg­ir í byrj­un flug­ferðar­inn­ar en róuðust þegar leið á flugið. mbl.is/Eggert Jóhannesson
Tankarnir með Litlu-Grá og Litlu-Hvít komu til Keflavíkur í gær …
Tankarnir með Litlu-Grá og Litlu-Hvít komu til Keflavíkur í gær eftir tæplega 11 klukkustunda flug frá Kína. Ljósmynd/Sea Life Trust
Fjölmennt lið tók á móti mjöldrunum við komuna til Keflavíkur.
Fjölmennt lið tók á móti mjöldrunum við komuna til Keflavíkur. mbl.is/Eggert Jóhannesson
Tveir nýir Mecedes-Benz Actros 5 fluttu vagn­anna með mjöldr­un­um en …
Tveir nýir Mecedes-Benz Actros 5 fluttu vagn­anna með mjöldr­un­um en þetta er nýj­asta kyn­slóð þess­ara stóru at­vinnu­bíla. mbl.is/Eggert Jóhannesson
Flutningabílarnir óku beint um borð í Herjólf með mjaldrana innanborðs.
Flutningabílarnir óku beint um borð í Herjólf með mjaldrana innanborðs. Ljósmynd/Aðsend
Herjólfur kom til hafnar í Vestmannaeyjum á ellefta tímanum í …
Herjólfur kom til hafnar í Vestmannaeyjum á ellefta tímanum í gærkvöldi með mjaldrana tvo um borð. Ljósmynd/Óskar Pétur Friðriksson
Eyjamenn kíktu við í höfninni í gær í þeirri von …
Eyjamenn kíktu við í höfninni í gær í þeirri von að sjá mjaldrasysturnar. Þær voru hins vegar öruggar í tönkunum sínum þar til þær komust í laugina. Ljósmynd/Óskar Pétur Friðriksson
Rúnturinn lá niður á höfn í Vestamannaeyjum í gærkvöldi.
Rúnturinn lá niður á höfn í Vestamannaeyjum í gærkvöldi. Ljósmynd/Óskar Pétur Friðriksson
Fjöldi fólks stillti sér upp þegar flutningabílarnir keyrðu frá borði.
Fjöldi fólks stillti sér upp þegar flutningabílarnir keyrðu frá borði. Ljósmynd/Óskar Pétur Friðriksson
Spennan magnaðist eftir því sem mjaldrarnir nálguðust.
Spennan magnaðist eftir því sem mjaldrarnir nálguðust. Ljósmynd/Óskar Pétur Friðriksson
Flutningabílarnir vega hvor um sig um 9 tonn með mjaldrinum …
Flutningabílarnir vega hvor um sig um 9 tonn með mjaldrinum og vatninu í tankinum. Ljósmynd/Óskar Pétur Friðriksson
Fjöldi fólks fylgidist með mjöldrunum sem komu til Vestmannaeyja í …
Fjöldi fólks fylgidist með mjöldrunum sem komu til Vestmannaeyja í gærkvöldi eftir langt og strangt ferðalag alla leið frá Sjanghæ. Ljósmynd/Óskar Pétur Friðriksson
Tankarnir voru fluttir í laug þar sem mjaldrarnir verða í …
Tankarnir voru fluttir í laug þar sem mjaldrarnir verða í aðlögun næstu vikurnar. Ljósmynd/Óskar Pétur Friðriksson
Um fjóra klukkutíma tók að flytja mjaldrana úr Herjólfi og …
Um fjóra klukkutíma tók að flytja mjaldrana úr Herjólfi og í laugina. Ljósmynd/Óskar Pétur Friðriksson
Tankarnir voru fluttir út Herjólfi og í húsnæðið þar sem …
Tankarnir voru fluttir út Herjólfi og í húsnæðið þar sem mjaldrarnir munu dvelja í laug næstu vikurnar til að venjast aðstæðum. Ljósmynd/Aðsend
Mjaldrasysturnar verða í einangrun í sérsmíðaðri laug þar sem þær …
Mjaldrasysturnar verða í einangrun í sérsmíðaðri laug þar sem þær munu dvelja í um fimm til sex vikur á meðan þær venjast nýju heimkynnunum. Ljósmynd/Sea Life Trust
Systurnar munu dvelja í sérstöku griðarsvæði í Kletts­vík sem er …
Systurnar munu dvelja í sérstöku griðarsvæði í Kletts­vík sem er það fyrsta í heim­in­um sem er sér­hannað fyr­ir mjaldra. Ljósmynd/Sea Life Trust
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert