Götum lokað vegna Miðnæturhlaups

Þúsundir hlaupara munu taka þátt í hlaupinu í kvöld. Mynd …
Þúsundir hlaupara munu taka þátt í hlaupinu í kvöld. Mynd úr safni. mbl.is/Golli

Miðnæturhlaup Suzuki fer fram í kvöld, en þetta í 27. skipti sem hlaupið er haldið. Á þriðja þúsund hlauparar eru skráðir og þar af eru erlendir hlauparar yfir eitt þúsund talsins. Truflanir verða á umferð í Laugardal vegna hlaupsins, sem ræst verður kl. 21 í kvöld.

Þegar er búið að loka miðbiki Engjavegar við Laugardalsvöll. Gatan lokar alfarið klukkan 20:45 og opnar á ný fyrir umferð kl. 22, en hlaupið verður ræst á Engjavegi.

Aðrar götulokanir verða sem hér segir:

  • Álfheimar milli Gnoðarvogs og Suðurlandsbrautar 20:50 – 23:50
  • Ljósheimar milli Álfheima og Gnoðarvogs 20:50 – 21:30
  • Gnoðarvogur við Engjaveg 20:50 – 21:30
  • Skeiðarvogur milli Sólheima og Sogavegar 20:50 – 21:50
  • Skeiðarvogur milli Sólheima og Suðurlandsbrautar 20:50 – 23:50
  • Borgargerði við Sogaveg 20:50 – 21:50
  • Bústaðarvegur milli Reykjanesbrautar og Stjörnugrófar 20:50 – 21:50
  • Sogavegur frá Skeiðarvogi að Bústaðarvegi 20:50 – 21:50
  • Reykjavegur frá kl. 21:10 – 21:45
  • Suðurlandsbraut við Langholtsveg 21:00 – 23:55

Þá má búast við truflun á umferð við Skeiðarvog og Álfheima við Suðurlandsbraut frá 21:20-23:00 og á Tunguvegi, Byggðarenda og Austurgerði við Sogaveg frá 20:50-21:50.

Íþróttabandalag Reykjavíkur, sem skipuleggur hlaupið, mælir með því að þátttakendur og áhorfendur nýti sér eftirtalin bílastæði:

  • Fyrir aftan Laugardalshöll til kl. 20:45.
  • Við Laugardalsvöll (ekki hægt að keyra að og frá á milli 21:10 og 21:45.
  • Á Suðurlandsbraut.
  • Við húsnæði KFUM og KFUK á Holtavegi og við Langholtsskóla.

Allar nánari upplýsingar um hlaupið má finna á vef þess, en opið verður fyrir skráningu í hverri vegalengd þar til 45 mínútum áður en hlaupið verður ræst af stað. Skráningin fer fram í Laugardalshöll.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert