Lögreglan með öryggisvakt í Stjórnarráðinu

Stjórnarráðið við Lækjargötu.
Stjórnarráðið við Lækjargötu. mbl.is/Kristinn Magnússon

Embætti ríkislögreglustjóra hefur auglýst þrjár stöður varðstjóra í nýrri deild sem mun annast öryggisgæslu en auglýsingin birtist í Lögbirtingarblaðinu á þriðjudag. Ríkislögreglustjóri mun taka við öryggisvakt í húsnæði æðstu stjórnar ríkisins.

Thelma Cl. Þórðardóttir, yfirlögfræðingur hjá ríkislögreglustjóra, segir í samtali við RÚV að ríkislögreglustjóri muni taka yfir öryggisvakt sem hafi verið í forsætisráðuneytinu allan sólarhringinn um árabil.

Ráðið verður í stöðurnar þrjár frá 1. september. Hingað til hafa starfsmenn stofnananna sinnt vaktinni til móts við starfsmenn ríkislögreglustjóra.

Með breytingunni er ætlunin að efla öryggismálin og stytta viðbragðstíma.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert