Lúsmý spýtir ensími í stungurnar

Í stillum og hlýju veðri eins og verið hefur undanfarið getur lúsmýið flogið út um allt. Það hefur dreift sér víða í sumarbústaði og heimahús í sveitum og bítur á nóttunni,“ segir Gísli Már Gíslason, prófessor í vatnalíffræði við Háskóla Íslands.

Hann segir lirfuna klekjast út í vötnum og kvendýrið, sem þurfi blóð til þess að þroska eggin, sæki það í menn og dýr. Gísli segir að áður fyrr hafi bændur stækkað hraunhella svo að sauðfé og nautgripir gætu flúið inn þegar vargurinn var sem verstur. Nautshellir í landi Arnarvatns við Laxá og Sauðahellir við Hólmsnes á Austurlandi séu meðal þessara hella og sumir hellana hafi tekið allt að hundrað kindur.

Gísli Már Gíslason
Gísli Már Gíslason

Í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag telur Gísli að bitmý geti verið í kringum Elliðaárnar í Reykjavík og borist þaðan um Árbæ og Breiðholt.

„Ef fólk er bitið úti og á daginn er það sennilega bitmý því það getur ekki bitið í skugga. Það er ástæðan fyrir því að golfarar nota regnhlíf á sólbjörtum degi til að verja sig fyrir bitmýi. Ef fólk er bitið seinni part dags og inni er það sennilegast lúsmý. Skordýrafælur sem fólk ber á sig eru það eina sem hrekur lúsmýið í burtu, sem og vindur,“ segir Gísli og bendir á að gott sé að vera með viftu í gangi í svefnherbergjum.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.890 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »