Mánaðarbið eftir grænni tunnu hjá borginni

Plast á að fara í grænu tunnuna.
Plast á að fara í grænu tunnuna. Ljósmynd/Aðsend

Sífellt fleiri kjósa að flokka sorp einkum plastumbúðir frá almennum úrgangi og setja í þartilgerða tunnu. Vegna mikillar eftirspurnar eftir grænni tunnu undir plast eru þær einfaldlega búnar í bili hjá Reykjavíkurborg. Biðtími eftir slíkri tunnu er um mánuður, samkvæmt upplýsingum frá borginni. 

Fyrr í þessum mánuði var biðtíminn um þrír mánuðir en styttist niður í mánuð í þessari viku. Græn tunna fyrir plast kostar 8.200 krónur á ári. 

Sorphirða Reykjavíkurborgar er með 4.390 stykki af 240 lítra tunnum og 150 stykki af 660 lítra kerjum í umferð. Ílátin eru víða samnýtt af mörgum íbúðum. Íbúar hafa einnig kost á að velja flokkunartunnur frá einkaaðilum til dæmis frá Gámaþjónustunni. 

Sífellt fleiri flokka rusl.
Sífellt fleiri flokka rusl. mbl.is/Kristinn Ingvarsson
mbl.is