Meta áhrif þess að afnema skerðingar

Fundur í velferðarnefnd Alþingis.
Fundur í velferðarnefnd Alþingis. mbl.is/Kristinn Magnússon

Fela á félags- og barnamálaráðherra að láta gera úttekt á fjárhagslegum áhrifum þess fyrir ríkissjóð að afnema skerðingar ellilífeyris almannatrygginga vegna tekna af atvinnu verði þingsályktunartillaga velferðarnefndar Alþingis samþykkt.

Nefndin í heild sinni leggur til að óháðir aðilar verði fengnir til að gera þessa úttekt og að metin verði bæði áhrifin á útgjaldahlið og tekjuhlið ríkissjóðs.

„Leiði úttektin í ljós að afnám skerðinga ellilífeyris vegna atvinnutekna feli ekki í sér aukin útgjöld fyrir ríkissjóð leggi félags- og barnamálaráðherra fyrir 1. mars 2020 fram frumvarp sem feli í sér afnám skerðinga ellilífeyris almannatrygginga vegna tekna af atvinnu. Leiði úttektin aftur á móti í ljós að breytingarnar feli í sér aukin útgjöld fyrir ríkissjóð verði málinu vísað til starfshóps um kjör aldraðra þar sem rætt verði um áhrif tekjuskerðinga almennt og hvaða leiðir séu í boði í þeim efnum,“ segir í tillögu nefndarmanna velferðarnefndar.

Bent er á að af þeim 4.224 ellilífeyrisþegum hjá Tryggingastofnun ríkisins sem voru með skráðar atvinnutekjur í mars sl. voru 1.535 með tekjur á bilinu 1-50.000 kr. á mánuði og 717 einstaklingar með tekjur á bilinu 50.000–100.000 kr. á mánuði. Því voru 1.972 ellilífeyrisþegar með hærri atvinnutekjur en sem nam 100.000 kr. frítekjumarkinu eða 5,4% allra þeirra ellilífeyrisþega sem fengu greiðslur frá stofnuninni.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert