Ráðherrar í helli við Hellu

Talið frá vinstri: Generalsekretær Paula Lehtomäki, Naalakkersuisut Vittus Qujaukitsoq frá …
Talið frá vinstri: Generalsekretær Paula Lehtomäki, Naalakkersuisut Vittus Qujaukitsoq frá Grænlandi, Sigurður Ingi Jóhannsson, Nina Fellman frá Álandi, Thomas Blomqvist frá Finnlandi, Ann Linde frá Svíþjóð og Jan Tore Sanner frá Noregi. Ljósmynd/Aðsend

Norræna ráðherranefndin hittist í gær á Hellu og ræddi framtíðarsýn norræns samstarfs. Í kjölfarið munu forsætisráðherrar Norðurlandanna fjalla um framtíðarsýni á fundi í ágúst.

Ráðherrarnir eru: Paula Lehtomäki eneralsekretær, Naalakkersuisut Vittus Qujaukitsoq frá Grænlandi, Sigurður Ingi Jóhannsson, Nina Fellman frá Álandi, Thomas Blomqvist frá Finnlandi, Ann Linde frá Svíþjóð og Jan Tore Sanner frá Noregi.

Eftir að fundarhöldum lauk héldu ráðherrarnir að bænum Ægissíðu sem stendur rétt við Hellu til þess að skoða manngerða hella sem þar eru staðsettir.

Ólöf Þórhallsdóttir frá Ægissíðu tók á móti ráðherrunum og Árni Freyr Magnússon sagnfræðingur fræddi gestina um sögu þeirra. Ráðherrarnir skoðuðu sögusýningu sem er í einum hellinum með upplýsingum um hellanna og hvernig þeir hafa verið nýttir af bændum í gegnum aldirnar.

Að lokum flutti sönghópurinn Öðlingarnir nokkur lög í einum hellinum. 

Kór Öðlinganna söng fyrir gesti.
Kór Öðlinganna söng fyrir gesti. Ljósmyd/Lýður Guðmundsson
Ráðherrar og fylgdarlið fyrir framan einn af hellunum á Ægissíðu.
Ráðherrar og fylgdarlið fyrir framan einn af hellunum á Ægissíðu. Ljósmynd/Lýður Guðmundsson
Ráðherrarnir hlýddu á fræðslu um hellana.
Ráðherrarnir hlýddu á fræðslu um hellana. Ljósmynd/Lýður Guðmundsson
Öðlingar sungu í helli á Ægissíðu fyrir ráðherra Norðurlandanna.
Öðlingar sungu í helli á Ægissíðu fyrir ráðherra Norðurlandanna. Ljósmynd/Lýður Guðmundsson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert