Slasaðist við flug á svifvæng í Búrfelli

Þyrla Landhelgisgæslunnar sótti slasaðan mann á Búrfell í hádeginu sem …
Þyrla Landhelgisgæslunnar sótti slasaðan mann á Búrfell í hádeginu sem var að fljúga á svifvæng þegar slysið varð. mbl.is/Kristinn Magnússon

Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út rétt fyrir klukkan eitt vegna slasaðs manns í norðanverðu Búrfelli í Skeiða- og Gnúpverjahreppi. Maðurinn var að fljúga svifvæng (e. paraglider) og þurfti að nauðlenda honum í fjallinu. 

Samkvæmt upplýsingum frá Landhelgisgæslunni fór þyrlan í loftið klukkan 12:56 og er lent á slysstað. Viðbragðsaðilar frá lögreglunni á Suðurlandi eru einnig á staðnum ásamt björgunarsveitum úr Árnessýslu.

Uppfært klukkan 14:21: Maðurinn, sem er íslenskur og á fimmtugsaldri, var hífður um borð í þyrlu Landhelgisgæslunnar og verið er að flytja hann á Landspítalann í Fossvogi. Hann er ekki talinn lífshættulega slasaður. 

Fréttin hefur verið uppfærð. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert