Sumir kalla hann Ástarvitann

Vitamennirnir Jóhann Ísberg og Sigurður í ljóshúsi vitans.
Vitamennirnir Jóhann Ísberg og Sigurður í ljóshúsi vitans. mbl.is/Svanhildur Eiríksdóttir

„Við erum með tvo vita hér á Garðskaga; litla gamla vitann og þann stóra sem er nýrri. Gamli vitinn var byggður 1897 en fólk er í vaxandi mæli farið að kalla hann Ástarvitann og Kærleiksvitann, af því að margir koma hingað til að trúlofa sig eða gifta sig. Nýlega komu hingað rúmlega áttræð hjón, en þau ætla að endurnýja hjónabandsheit sín hér,“ segir Sigurður Þorsteinsson, en hann er ásamt Jóhanni Ísberg í forsvari fyrir þá starfsemi sem boðið er upp á í Garðskagavitunum báðum.

„Kærleiksstemninguna í gamla vitanum má rekja áratugi aftur í tímann, til þess að eiginkonur sjómanna á svæðinu komu í vitann til að fara með bænir. Þær báðu fyrir því að þær myndu njóta hverrar stundar og hvers dags á meðan þær höfðu mennina sína á lífi. Þær báðu fyrir því að þær mættu láta gott af sér leiða, njóta náttúrunnar og standa ekki í deilum við annað fólk. Þær báðu fyrir börnum sínum og heilsu. Þær báðu líka fyrir því að mennirnir þeirra kæmu heilir heim af hafi. Þá settu þær sér markmið, stigu á stokk eins og kallað var og strengdu heit,“ segir Sigurður og bætir við að margir menn hafi farist í sjóskaða á þessu svæði áður fyrr í gríðarlega sterkum veðurskotum sem stöfuðu af sérstökum aðstæðum haf- og loftstrauma.

„Um 1870 misstum við marga sjómenn í einu í slíku skoti, en börn þeirra manna voru hörðust í því að láta byggja litla vitann, gamla Garðskagavitann. Eftir þetta mikla slys fóru eiginkonur sjómanna sem enn voru á lífi að gera sér ferð í vitann til að fara með bænir og þakka fyrir það sem lífið gaf þeim. Fólk hefur haft þessa gömlu hefð í heiðri og kemur hingað í vaxandi mæli til að biðja fyrir einhverju góðu.“

Sjá samtal við Sigurð í heild í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 2.185 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »