Þurrkurinn í júní mun ekki slá metið frá 1971

Júnímánuður hefur það sem af er verið einn sá sólríkasti.
Júnímánuður hefur það sem af er verið einn sá sólríkasti. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Svo bar til að það rigndi í Reykjavík síðdegis í gær. Ekki var það nú mikið því 0,2 millimetrar mældust í sjálfvirka mælinum við Veðurstofu Íslands þegar lesið var af honum klukkan 16 í gærdag.

Þar með er úrkoman í júní í Reykjavík komin í 2,9 millimetra. Þetta er það minnsta í júní hingað til á þessari öld. Fyrri rigning kom 2. og 15. dag mánaðarins. Þetta er gríðarleg breyting frá júní í fyrra. Þá mældist úrkoman 88,4 millimetrar allan mánuðinn, eða 75% umfram meðallag. En júní í ár er bara ekki sá þurrasti, heldur er hann líka einn sá sólríkasti.

Nokkur dæmi eru um þurra júnímánuði á síðustu öld, samkvæmt upplýsingum Trausta Jónssonar veðurfræðings. Minnst var úrkoman árið 1971. Þá var hún ekki orðin nema 0,2 millimetrar 19. júní og varð ekki nema 2,1 mm í öllum mánuðinum. Það er þurrasti júní sem vitað er um í Reykjavík. „Júní 2019 mun því ekki slá hann út,“ segir Trausti.

sisi@mbl.is

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert