Varað við töfum á umferð

Kraftur hefur verið í malbikunarframkvæmdum í sumar í góða veðrinu.
Kraftur hefur verið í malbikunarframkvæmdum í sumar í góða veðrinu. mbl.is/Styrmir Kári

Stefnt er að því að fræsa Nýbýlaveg í kvöld, um það bil 60 metra á báðum akreinum næst gatnamótum við Dalveg. Annarri akreininni verður lokað í einu og viðeigandi merkingar settar upp meðan á framkvæmd stendur.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Vegagerðinni og segir að verkið verði unnið ef veður leyfir.

Áætlað er að framkvæmdirnar standi frá kl. 20:00 til kl. 23:30.

Vegfarendur eru beðnir að sýna aðgát við vinnusvæðin.

mbl.is