Bandaríkjaher ver milljörðum í Keflavík

Herþota hefur sig til flugs á Keflavíkurflugvelli. Mynd úr safni.
Herþota hefur sig til flugs á Keflavíkurflugvelli. Mynd úr safni. mbl.is/Þórður

Bandaríkjaher áformar sjö milljarða króna mannvirkjauppbyggingu á Keflavíkurflugvelli á næsta ári, samkvæmt því sem fram kemur í fjárhagsáætlun bandaríska flughersins fyrir árið 2020. Fjallað var um þetta í kvöldfréttum RÚV.

Samkvæmt fjárhagsáætluninni ætla Bandaríkjamenn að verja átján milljónum dollara í uppbyggingu á svæði þar sem hættulegur farmur verður meðhöndlaður, sjö milljónum í uppbyggingu færanlegrar aðstöðu fyrir herlið og 32 milljónum dollara í stækkun flughlaðs fyrir herinn.

Í frétt RÚV um málið kom fram að markmiðið með þessari fjárfestingu sé að aðstaðan verði þannig úr garði gerð að hægt verði að taka við allt að tveimur orrustuflugsveitum hvenær sem er og að í hverri sveit séu á bilinu 18-24 flugvélar.

mbl.is

Bloggað um fréttina