Efasemdir um þjóðgarð

Friðland að fjallabaki.
Friðland að fjallabaki. mbl.is/RAX

„Það er eilífðarverkefni að friðlýsa og menn þurfa að vanda sig,“ segir Björgvin Skafti Bjarnason, oddviti Skeiða- og Gnúpverjahrepps.

Sveitarstjórn hreppsins hafnaði hugmyndum um stofnun miðhálendisþjóðgarðs á sveitarstjórnarfundi síðastliðinn miðvikudag.

Nú óskar nefnd um stofnun þjóðgarðs á miðhálendinu eftir umsögnum um drög að skilgreiningu marka þjóðgarðsins, áherslur um skiptingu landsvæða í verndarflokka og umfjöllun um aðkomuleiðir og þjónustumiðstöðvar. Frestur til að skila umsögnum er til 30. júní.

Í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag kemur fram, að mörg sveitarfélög eru efins um ágæti hugmyndarinnar um miðhálendisþjóðgarð. Sveitarstjórn Bláskógabyggðar tók í sama streng og sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps og lagðist alfarið gegn áformum um stofnun miðhálendisþjóðgarðs í lok mars.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert