22 gráður á miðvikudag

Þeir sem vilja elta hitatölur ættu að skella sér á …
Þeir sem vilja elta hitatölur ættu að skella sér á Austurland í næstu viku. Egilsstadir.is

Spáð er allt að 17 stiga hita á Suðurlandi í dag og 20 stiga hita á Suðausturlandi á morgun. Á morgun þykknar upp um vestanvert landið með lítilsháttar vætu en mjög þurrt er á svæðinu og brýnt að fara varlega með eld, að sögn veðurfræðings á Veðurstofu Íslands.

Hæg norðlæg átt í dag, skýjað með köflum og stöku skúrir en þurrt og bjart um suðvestan- og vestan til á landinu. Hiti 7 til 17 stig, hlýjast á Suðurlandi.

Vindur snýr sér til vesturs í kvöld og er útlit fyrir að vestanáttin haldist fram á fimmtudag. Það þykknar því upp um vestanvert landið með lítilsháttar vætu af og til, en þurrt og bjart veður austantil á landinu. Hiti lengst af 10 til 20 stig, hlýjast Suðaustanlands, segir í hugleiðingum veðurfræðings á Veðurstofu Íslands.

Ekki er útlit fyrir neina úrkomu að ráði á Vesturlandi um helgina. Enn er mjög þurrt á svæðinu og brýnt að fara varlega með eld á ferð þar um, samkvæmt viðvörun á vef Veðurstofu Íslands.

Veðurspáin fyrir næstu daga

Norðlæg eða breytileg átt 3-8 m/s. Skýjað á norður helmingi landsins og súld norðaustan til fram að hádegi, en bjartviðri sunnanlands. Skýjað með köflum og stöku skúrir síðdegis, einkum inn til landsins, en þurrt og bjart vestan til. 
Suðvestan 5-10 á morgun og skúrir um landið vestanvert en léttskýjað austan til á landinu. 
Hiti 8 til 18 stig, hlýjast sunnanlands.

Á sunnudag:

Suðvestan 5-10 og skýjað, en bjartviðri um austanvert landið. Hiti 11 til 18 stig, hlýjast á Suðausturlandi. 

Á mánudag:
Vestan 5-10 og léttskýjað, en skýjað að mestu vestan til á landinu. Hiti 11 til 19 stig, hlýjast um landið austanvert. 

Á þriðjudag:
Vestan 8-13 m/s og væta með köflum, en þurrt og bjart suðaustanlands. Hiti 10 til 20 stig, hlýjast austantil. 

Á miðvikudag:
Vestanátt og skýjað, en úrkomulítið, og hiti 11 til 16 stig, en bjartviðri um austanvert landið og hiti að 22 stigum. 

Á fimmtudag:
Útlit fyrir vestlæga átt og rigningu, en áfram þurrt og bjart austan til. Hiti 10 til 20 stig, hlýjast á Suðausturlandi. 

Á föstudag:
Líkur á hægri suðlægri átt og lítilsháttar vætu suðvestanlands, annars þurrt. Hlýnar heldur.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert