Er Inka Gísladóttir íslensk?

Laura Linney og Olympia Dukakis eru í burðarrullum í Tales …
Laura Linney og Olympia Dukakis eru í burðarrullum í Tales of the City. Ljósmynd/Nino Munoz

Í Tales of the City, flunkunýrri þáttaröð á efnisveitunni Netflix, kemur við sögu kona með því ágæta nafni Inka Gísladóttir. Inka Gísladóttir (eða Gisladottir, eins og það skrifast á ensku) hefur mjög litlu hlutverki að gegna í Tales of the City en hleður þó í tvígang í æsilegan ástarþríhyrning með bónda sínum, Eli, og einni aðalpersónunni, Shawnu Hawkins, sem Ellen Page leikur.

Ekki kemur fram hvort Inka þessi er íslensk eða af íslensku bergi brotin en í ljósi föðurnafnsins verður það að teljast afar líklegt. Við eignum okkur hana alltént þangað til annað kemur í ljós enda afar sjaldgæft að persónur í erlendum sjónvarpsþáttum og kvikmyndum séu fæddar hér við nyrstu voga. Þegar íslenskir leikarar stíga inn í slíka dýrð, svo sem Hera Hilmarsdóttir, Ólafur Darri Ólafsson og Jóhannes Haukur Jóhannesson, leika þau oftar en ekki fólk af allt öðru þjóðerni.

Inka er auðvitað ekki algengt nafn hér um slóðir en mögulega hafa handritshöfundar þáttanna ruglast í ríminu og notað k í staðinn fyrir g. Konan heiti í raun Inga Gísladóttir. Inka gæti líka hæglega verið gælunafn fyrir Ingigerði, Ingveldi eða aðrar slíkar valkyrjur. Hver veit? 

Bandaríska leikkonan Samantha Soule fer með hlutverk Inku Gísladóttur.
Bandaríska leikkonan Samantha Soule fer með hlutverk Inku Gísladóttur.
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert