Fékk 9,98 í meðaleinkunn

Dagur Tómas Ásgeirsson.
Dagur Tómas Ásgeirsson. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Það er svo rík stærðfræðihefð í Frakklandi og margir stærðfræðingar þar. Talað er um að í París séu flestir stærðfræðingar að meðaltali á hvern ferkílómetra í heiminum. Ég veit ekki hvort það er rétt,“ segir Dagur Tómas Ásgeirsson sem útskrifast í dag með BS-próf í stærðfræði frá Háskóla Íslands.

Hann hefur hlotið styrk frá Stærðfræðistofnuninni í París og sendiráði Frakklands á Íslandi til tveggja ára meistaranáms í stærðfræði í París. Dagur fékk einnig inngöngu í Oxford og Cambridge en tók París framyfir þá skóla.

Dagur útskrifast með einkunnina 9,98 í dag. Hann fékk 10 í öllum stærðfræðinámskeiðunum. Forritunarkúrs dró meðaleinkunnina niður því hann fékk „aðeins“ 9,5 í honum.

Afreksmaður í siglingum

Dagur hefur einnig náð góðum árangri í eðlisfræði, efnafræði og forritun. Komst til dæmis í lið Íslands í ólympíukeppni í eðlisfræði, efnafræði og stærðfræði þegar hann var í menntaskóla en tók stærðfræðikeppnina fram yfir hinar. Þá hefur hann stundað siglingar frá unga aldri og varð Íslandsmeistari í kænusiglingum á síðasta ári.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert