Gömul ljósmynd í lykilhlutverki við viðgerð á listaverki

Farið með verkið inn að stöpli á 126ára fæðingarafmæli ÁsmundarSveinssonar, …
Farið með verkið inn að stöpli á 126ára fæðingarafmæli ÁsmundarSveinssonar, 20 maí. Kristján ÞórGústafsson frá Suðurlist aðstoðarSvein við uppsetningu. mbl.is/Árni Sæberg

Gömul ljósmynd eftir Ólaf K. Magnússon, ljósmyndara Morgunblaðsins til áratuga, gegndi lykilhlutverki í viðgerð á listaverkinu Hvítu fiðrildin eftir Ásmund Sveinsson í vor.

Verkið hafði legið lengi undir skemmdum þegar Sveinn Markússon, málmsmiður og handverksmaður, var fenginn til að gera það upp og án myndarinnar, sem tekin var 1968, hefði verkefnið orðið mun strembnara.

„Það vantaði til dæmis alveg einn vindfangara á verkið; hann var alveg horfinn. Ég fann hins vegar álsnefil í sárinu og vissi þannig að hann hefði verið úr áli. Hinir vindfangararnir tveir eru úr ryðfríu stáli. Þá voru vængirnir orðnir tærðir og illa farnir, þannig að ég smíðaði nýja eftir gömlu vængjunum, nýja jafnvægisstöng með blýlóðum og var gamla blýið hans Ásmundar steypt með,“ segir Sveinn meðal annars um það sem gera þurfti.

Rætt er við hann um viðgerðina í Sunnudagsblaði Morgunblaðsins og myndir birtar en Árni Sæberg ljósmyndari fylgdist með ferlinu frá upphafi til enda.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert