Ísbjörn á leiðinni?

Hvítabirnir geta fylgt hafís.
Hvítabirnir geta fylgt hafís. mbl.is/Ófeigur Lýðsson

Möguleiki er á að hvítabjörn fylgi hafísbreiðu sem var 25 sjómílur, eða rúma 46 kílómetra, utan við Kögur í gærmorgun og þokast að öllum líkindum nær landi.

„Áður fyrr voru birnir að koma þegar það var mjög mikill ís sem var kominn nánast alveg upp í landsteina. Eftir 2008 fórum við að lenda í því að birnir kæmu af þveröfugum ástæðum, af því að þeir lentu í vandræðum vegna þess að ísþekjan er í raun að bráðna undan þeim.“

Hvítabirnir geta synt allt að 200 kílómetrum svo að ef björn er á ísbreiðunni ætti hann að eiga auðvelt með að ná Íslandi á sundi, að því er fram kemur í umfjöllun um mál þetta í  Morgunblaðinu í dag.

Kögur.
Kögur. Náttúrufræðistofnun Íslands

Kögur er hamranúpur, um 590 m y.s., austan við Fljótavík. Þar er alþjóðlega mikilvæg sjófuglabyggð, svo til eingöngu fýll. Kögur er innan Hornstrandafriðlands sem var friðlýst 1975, að því er segir á vef Náttúrufræðistofnunar Íslands.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert