Klattar og ketilkaffi í Guðmundarlundi

Meðal þess sem boðið var upp á í Guðmundarlundi í …
Meðal þess sem boðið var upp á í Guðmundarlundi í dag var ketilkaffi að gömlum sveitasið. mbl.is/Helgi Bjarnason

Fjöldi fólks kom í Guðmundarlund í Kópavogi í dag í tilefni af 50 ára afmæli Skógræktarfélags Kópavogs. Viðburðurinn var einnig liður í skógarhátíð skógræktarfélaganna sem nefnist Líf í lundi og haldin er víða um land.

Boðið var upp á ýmis skemmtiatriði og leiki í skógarlundinum, svo sem frisbígolf og hring á hestbaki.

Grillaðar voru pylsur í mannskapinn og stjórnarmenn steiktu klatta á útigrilli og buðu upp gestum upp á ketilkaffi að gömlum sveitasið.

Frisbígolf er góð skemmtun fyrir alla aldurshópa.
Frisbígolf er góð skemmtun fyrir alla aldurshópa. mbl.is/Helgi Bjarnason
Margir nýttu sér tækifærið sem gafst til þess að fara …
Margir nýttu sér tækifærið sem gafst til þess að fara hring á hestbaki. mbl.is/Helgi Bjarnason
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert