Nýr Íslandsmeistari í skógarhöggi krýndur

Stemningin var góð í Hallormsstaðaskógi.
Stemningin var góð í Hallormsstaðaskógi. Ljósmynd/Anna Birna

Skógardagurinn miklu var haldinn hátíðlegur í Mörkinni í Hallormsstaðaskógi í dag, fimmtánda árið í röð. Um 1.700 manns komu og fylgdust með dagskránni sem var þétt og skemmtileg að vanda segir Bergrún Arna Þorsteinsdóttir, aðstoðarskógarvörður í Hallormsstað, í samtali við mbl.is

Dagskráin hófst með 14 kílómetra skógarhlaupi og að því loknu var komið að skógarhöggskeppninni þar sem keppendur léku listir sínar með exi og sög. Keppnin var gríðarlega spennandi í ár en í lokin var það Bjarki Sigurðsson sem hreppti Íslandsmeistaratitilinn í ár.

Við tóku skemmti- og tónlistaratriði meðan boðið var upp á dýrindis veigar í boði Skógræktar Hallormsstaða, Félags skógarbænda og Félags nautgripabænda á Héraði og í Fjörðum.

Gestir grilluðu ýmis konar góðmeti.
Gestir grilluðu ýmis konar góðmeti. Ljósmynd/Anna Birna
Fjölmargir mættu á Skógardaginn mikla í ár.
Fjölmargir mættu á Skógardaginn mikla í ár. Ljósmynd/Anna Birna
Skógardagurinn mikli er frábær fjölskylduskemmtun.
Skógardagurinn mikli er frábær fjölskylduskemmtun. Ljósmynd/Anna Birna
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert