Þyrla sækir veikan göngumann í Þórsmörk

Nýjasta þyrla Landhelgisgæslunnar sækir veikann göngumann í Þórsmörk.
Nýjasta þyrla Landhelgisgæslunnar sækir veikann göngumann í Þórsmörk. Ljósmynd/Landhelgisgæslan

Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út fyrr í dag vegna veikinda göngumanns í Þórsmörk. Maðurinn var á gönguleið frá Emstrum niður í Þórsmörk. Útkallið barst Landhelgisgæslunni klukkan 15:18 og var þyrlan TF-EIR komin í loftið mjög skömmu síðar eða klukkan 15:35.

Sjúkraflutningamenn á Suðurlandi fóru ásamt björgunarsveitarmönnum frá Dagrenningu og Flugbjörgunarsveitinni á Hellu upp í Þórsmörk til þess að hlúa að manninum.

Ekki var hægt að senda sjúkrabíl til að sækja manninn enda enginn sjúkrabíll á Suðurlandi sem er nógu vel búinn til að komast inn í Þórsmörk, samkvæmt upplýsingum frá Landhelgisgæslunni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert