Nettó leikur sér að eldinum

Vegan. Súkkulaðidraumur 90g. - Vegan. Múslíkaka 90g. Réttritunarlega á litið …
Vegan. Súkkulaðidraumur 90g. - Vegan. Múslíkaka 90g. Réttritunarlega á litið er lítið hægt að agnúast út í framsetninguna en því verður ekki neitað að margur saklaus ferðamaðurinn kynni að telja að um vegan vöru væri að ræða. Ljósmynd/Sigríður Ýr Unnarsdóttir

Veganestið frá Kexsmiðjunni er til sölu í Nettó úti á Granda, sem væri ekki í frásögur færandi nema fyrir þær sakir, að skammstöfun vörunnar á verðmiðanum er svolítið óheppileg. Nefnilega Vegan. 

Víkverji sagði þann 16. ágúst 2017 frá ferðamanninum sem gekk …
Víkverji sagði þann 16. ágúst 2017 frá ferðamanninum sem gekk í vatnið þegar hann keypti sér óvegan veganesti sem fyrir honum virtist vegan. Hann tæpir réttilega á orðhlutafræðilega vandanum sem í málinu felst. Morgunblaðið

Og varan sjálf er ekki vegan, síður en svo, eins og hefur reynt á áður. Sagan um ferðamanninn sem var svo ánægður með vegan veganestið sitt fór víða á sínum tíma og endurtók sig meira að segja.

 „Nettó með styttingarnar á hreinu,“ segir Sigríður Ýr Unnarsdóttir, sú sem vakti athygli á málinu inni í grænkerasamfélaginu Vegan Ísland.

„Þetta gæti ruglað fólk sem kann ekki neina íslensku, eins og ferðamenn til dæmis,“ bendir maður á í athugasemdum við færsluna. Kökurnar sem um ræðir, múslíkakan og súkkulaðidraumurinn, eru ekki vegan, þó að það mætti lesa af verðmiðanum. „Vegan. Súkkulaðidraumur 90g.“ - „Vegan. Múslíkaka 90g.“

Einn árvökull málfarsmaður bendir á að strangt til tekið sé skammstöfunin eins og vera ber, það er að fyrri liður samsetts orð sé skrifaður út en sá seinni sé styttur niður í einn staf og svo punktur. Sjóm. er sjómaður. Blaðam. er blaðamaður. Sjónv. er sjónvarp. Vegan. er veganesti, samkvæmt því.

Ekki fara sögur af ferðamönnum sem hafa gengið í vatnið en allt er svo sem á huldu um það. Myndin er tekin í gær. Svo mikið er víst að fyrir nokkrum árum hafði einn óheppinn ferðamaður í blindni hámað óvegan veganesti í sig allt ferðalagið sitt um Ísland.

Þessari mynd var dreift um netið á sínum tíma en …
Þessari mynd var dreift um netið á sínum tíma en hana birti vesalings ferðamaðurinn sem var að borða „síðustu vegan smákökuna sína“. Hún var ekki vegan. Og þær voru nokkrar, greinilega. Skjáskot/Vilhelm Neto
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert