Á bak við tjöldin

Gunnlaugur Jónsson, Elísabet Gunnarsdóttir og Ragnar Hansson fóru yfir málin …
Gunnlaugur Jónsson, Elísabet Gunnarsdóttir og Ragnar Hansson fóru yfir málin í febrúar sem leið.

Þáttagerðarmaðurinn Gunnlaugur Jónsson og Ragnar Hansson kvikmyndagerðarmaður eru að leggja lokahönd á fimm íþróttatengda heimildaþætti fyrir Saga Film sem ráðgert er að byrja að sýna í Sjónvarpi Símans öðruhvorumegin við næstu áramót.

„Þetta eru fimm ólíkar sögur,“ segir Gunnlaugur. Til nánari skýringar segir hann að einn þátturinn fjalli um feril Elísabetar Gunnarsdóttur, knattspyrnuþjálfara með meiru. Annar spanni eitt ár í lífi Guðmundar Þórðar Guðmundssonar, landsliðsþjálfara í handbolta.

„Tímabilið þegar hann hætti þjálfun og fór að vinna hjá Kaupþingi, en var síðan dreginn á flot aftur þegar enginn vildi taka við landsliðinu og fór með það á Ólympíuleikana með glæsilegum árangri,“ útskýrir Gunnlaugur.

Þáttur sé um hópfimleikalið Gerplu í fimleikum, sem varð til úr sterkri blöndu og náði hæstu hæðum. Ennfremur um körfuboltarisann Tryggva Snæ Hlinason frá Svartárkoti í Bárðardal, sem kynntist körfubolta. „Á ótrúlega skömmum tíma hefur hann náð framförum sem fá fordæmi eru fyrir.“ Auk þess er þáttur um Inga Þór Jónsson, sundmann á Akranesi, sem keppti á Ólympíuleikunum í Los Angeles 1984. „Hann er samkynhneigður og við förum yfir stormasama ævi hans,“ segir Gunnlaugur.

Sjá samtal við Gunnlaug í heild á baksíðu Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert