Birgjar aðlaga sig breyttum aðstæðum í miðborginni

Torsótt er að koma vörum til verslana í miðborginni.
Torsótt er að koma vörum til verslana í miðborginni. mbl.is/​Hari

„Það er aðallega lokunin á Hverfisgötu sem gerir það að verkum að við þurfum að afhenda vörur fyrr á daginn. Rúntur sem áður tók 30 mínútur tekur nú 45 til 50 mínútur. Við aðlögum okkur aðstæðum og viðskiptavinirnir fá sínar vörur hvernig sem ástandið er,“ segir Jón Valgeir Tryggvason, dreifingarstjóri Garra.

Morgunblaðið greindi frá því á fimmtudag að kaupmenn í miðbæ Reykjavíkur þyrftu sumir hverjir að sækja vörur sjálfir vegna erfiðleika birgja við að komast um verslunargötur í miðbænum.

,,Það væri fínt ef allur Laugavegurinn væri opinn til kl. 12, a.m.k. á meðan framkvæmdir við Hverfisgötu eru í gangi,“ segir Jón Valgeir í umfjöllun um mál þessi í Morgunblaðinu í dag og bætir við að bílstjórar hans kvarti yfir því að breyting á akstursstefnu á Laugavegi hafi skyndilega skollið á með tilkynningu um það á einu litlu skilti. Jón Valgeir segir að margir bílar keyri nú í ranga átt og það tefji fyrir, auk þess sem keyra þurfi upp Klapparstíg, beygja þar og keyra svo annan hring til þess að komast í næstu götu.

Umferðarþungi eykst árlega

Að sögn Jóns Valgeirs eru bílaleigubílar stórt vandamál á svæðinu í kringum Skólabrú og Austurvöll en þar leggi bílstjórar þvers og kruss sem bæti ekki ástandið þar sem sex til sjö flutningabílar séu að reyna að komast að fyrirtækjum með vörur.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.890 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »