Ákærður fyrir að ýta lögreglumanni

Lögreglumaðurinn féll á bakið er ákærði ýtti honum síðasta sumar …
Lögreglumaðurinn féll á bakið er ákærði ýtti honum síðasta sumar og hlaut af því nokkur meiðsli. mbl.is/Eggert

Karlmaður á sextugsaldri hefur verið ákærður fyrir brot gegn valdstjórninni, en honum er gefið að sök að hafa ýtt lögreglumanni á lögreglustöðinni við Vínlandsleið í Reykjavík í lok júlí í fyrra. Málið var þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun.

Lögreglumaðurinn er í ákæru sagður hafa fallið á bakið eftir að ákærði ýtti honum. Við það hlaut hann tognun og ofreynslu á hálshrygg, mar á öxl og upphandlegg, yfirborðsáverka á olnbogum og tognun og ofreynslu á baugfingri.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert