Húsbíll brann í Borgarfirði

Slökkvilið Borgarbyggðar mætti á staðinn og slökkti eldinn.
Slökkvilið Borgarbyggðar mætti á staðinn og slökkti eldinn. Ljósmynd/Borgarbyggð

Eldur kom upp í húsbíl sem stóð kyrrstæður við þjóðveg 1 í Borgarfirði, nánar tiltekið við Galtarholt, núna laust fyrir hádegi. Slökkvilið Borgarbyggðar kom á vettvang og slökkti eldinn.

„Við erum búnir að drepa í þessu,“ segir Bjarni K. Þorsteinsson slökkviliðsstjóri í samtali við mbl.is.

„Það sluppu allir sem betur fer,“ segir Bjarni, spurður hvort einhver hafi slasast.

Húsbíllinn stóð nærri Galtarholti við þjóðveg 1 norðan Borgarness.
Húsbíllinn stóð nærri Galtarholti við þjóðveg 1 norðan Borgarness. Kort/Map.is
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert