Ljóð kvenna eru gull og gersemar

Magnea Þuríður Ingvarsdóttir hefur rekist á ýmislegt fróðlegt og skemmtilegt …
Magnea Þuríður Ingvarsdóttir hefur rekist á ýmislegt fróðlegt og skemmtilegt í þeim ljóðabókum kvenna sem hún hefur safnað. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Magnea Ingvarsdóttir menningarfræðingur hefur mikinn áhuga á ljóðum kvenna frá öllum tímum. Hún hefur safnað ljóðabókum eftir konur í nokkurn tíma og heldur úti fésbókarsíðu sem heitir Tófan.

Þar birtir hún ljóð kvenna frá örófi alda til okkar daga og ýmislegt sem þeim tengist. Þar segir m.a. frá hagmæltu konunni Gunnu skáldu sem lét menn heyra það í bundnu máli ef henni þótti ástæða til.

Margt fróðlegt og skemmtilegt er að finna þegar vafrað er um í netheimum og eitt af því er íslensk fésbókarsíða sem ber heitið Tófan. Tófan hefur að geyma kveðskap eftir konur frá örófi alda til okkar tíma og umsjónarmaður síðunnar er Magnea Ingvarsdóttir menningarfræðingur. Þegar hún er innt eftir því hvaðan nafnið Tófan kemur, segir hún það vera vísun í ljóð sem talið er vera eitt elsta kvæði eftir konu. Kvæðið fjallar um konuna Tófu og segir frá samskiptum hennar við Björn nokkurn.
Sjá viðtal við Magneu í heild í Morgunblaðinu í dag.
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.890 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »