Með ellefu fuglsunga í kjaftinum

Tófa sem Snorri Jóhannesson bóndi skaut þar sem hún var …
Tófa sem Snorri Jóhannesson bóndi skaut þar sem hún var að koma heim á greni í Litlakroppsmúla í fyrrinótt var með 11 fuglsunga í kjaftinum. Ljósmynd/Snorri Jóhannesson

Tófa sem Snorri Jóhannesson, bóndi á Augastöðum og tófuskytta í uppsveitum Borgarfjarðar, skaut þar sem hún var að koma heim á greni í Litlakroppsmúla í fyrrinótt var með 11 fuglsunga í kjaftinum. Það var svo pakkað að ungarnir voru fastir á sínum stað þótt skotið hæfði tófuna. Mest voru þetta þúfutittlings- og stelksungar.

Snorri segir þetta ekki óalgenga sjón við grenjavinnslu. „Fræðingarnir segja að fjölgað hafi í refastofninum vegna fjölgunar á heiðagæs og fýl. Eitthvað fleira étur hún,“ segir tófuskyttan.

Hann segir líklegt að tófan komi heim á grenið með kjaftinn fullan fjórum sinnum á sólarhring. Dýrin séu tvö þannig að ferðirnar eru átta. Ef dýrin eru með 10-11 unga í hverri ferð drepi þau yfir 80 fuglsunga á sólarhring en Snorri hættir sér ekki út í útreikninga á því hver fjöldinn er á einum mánuði að vori. „Svo halda menn að þetta skipti engu máli fyrir mófuglalífið. Maður verður stundum svolítið sorrí, eins og börnin segja, að hlusta á þessa umræðu.“

Læðan er svokallað snoðdýr en svo eru refir nefndir sem eru hárlitlir eða jafnvel hárlausir að hluta. Þetta smitast til yrðlinganna frá móðurinni. Snorri vann bæði dýrin í Litlakroppsmúla en fann ekki nema tvo yrðlinga. Það kom honum á óvart því snoðdýr eru yfirleitt frjósöm. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert