„Nú kemur í ljós enn ein handvömmin“

Strandir í Árneshreppi.
Strandir í Árneshreppi. mbl.is/Sigurður Bogi

Landvernd segir kæru landeigenda Drangavíkur til Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála (ÚUA) í dag vera til marks um ófagleg vinnubrögð sem HS Orka, Vesturverk og hreppsnefnd Árneshreppar hafa viðhaft í tengslum við Hvalárvirkjun.

Landeigendur meirihluta Drangavíkur lögðu kæruna fram í dag, en sveita­stjórn Árnes­hrepps samþykkti á fundi sín­um 12. júní fram­kvæmda­leyfi fyr­ir fyrsta hluta virkj­ana­fram­kvæmda Vest­ur­verks við Hvalár­virkj­un.

Álit Skipu­lags­stofn­unn­ar á áhrif­um Hvalár­virkj­unn­ar var einkar nei­kvætt og þá hafa Landsvernd og önn­ur nátt­úru­vernd­ar­sam­tök lagst gegn fram­kvæmd­ar­leyf­inu auk þess sem Náttúrufræðistofnun Íslands lagði það til í apríl 2018 að landið yrði friðlýst.

„Nú kemur í ljós enn ein handvömmin í undirbúningi virkjunarinnar þar sem eigendur vatnsréttinda á hluta svæðisins hafa ekki verið hafðir með í ráðum þegar landi þeirra er ráðstafað vegna fyrirhugaðra virkjunarframkvæmda,“ segir í bréfi Landverndar.

„Hvalárvirkjun er fjárhagslega óábyrg og aðstandendur og stuðningsmenn hennar virða lög, reglur og faglega ferla að vettugi. Virkjunin er ekki forsenda fyrir bættu raforkuöryggi á Vestfjörðum, til þess eru til margar aðrar áhrifaríkari leiðir sem ekki valda viðlíka spjöllum á íslenskri náttúru. Landvernd krefst þess Vesturverk og HS Orka stöðvi allar framkvæmdir við þessa virkjun sem aldrei hefur verið grundvöllur fyrir.“

Vilja að lífeyrissjóðirnir grípi inn í 

Auður Önnu Magnúsardóttir, framkvæmdarstjóri Landverndar sagði í samtali við mbl.is að hún telji það ólíklegt að leyfisveiting Árneshrepps standist stjórnsýslulög. Verið sé að veita leyfi fyrir framkvæmdir á landssvæði sem sé einfaldlega í eigu annarra.

Landvernd og níu önnur umhverfisverndarsamtök sendu í dag íslenskum lífeyrissjóðum, sem eiga saman meirihluta í HS Orku en Vesturverk er dótturfyrirtæki þess, bréf þar sem sjóðirnir eru hvattir til þess að beita sér gegn eyðileggingu Drangajökulsvíðerna.

Í bréfinu kemur fram að sú víðáttumikla náttúra sem er nánast ósnert í Drangavík, sé nú í hættu vegna mistaka sem gerð voru við rammaáætlun þegar Hvalárvirkjun var sett í nýtingarflokk þrátt fyrir að gögn sem á þeim tíma lágu fyrir, sýni glöggt að ekki voru forsendur fyrir því. Staðfesti mat Skipulagsstofu þetta auk þess sem skýrsla Environice greinir frá því að tekjur sveitarfélagsins yrðu í raun meiri af friðlýsingu en virkjun.

Þá segja samtökin tíu að enn sé tími til að leiðrétta umrædd mistök ef að lífeyrissjóðir í eigu landsmanna grípa í taumana og „forða þjóðinni frá óafturkræfu umhverfisslysi og stöðva þá sóun sem felst í frekari undirbúningi.“

„Við hvetjum því lífeyrissjóðina okkar að íhuga þá stöðu sem þeir eru komnir í sem ábyrgir aðilar í eigu landsmanna. Við hvetjum þá til að fylgja þeirri stefnu sem þeir hafa sett sér og sýni í verki að þeir taki umhverfismál alvarlega. Við teystum því að lífeyrissjóðirnir geri það sem í þeirra valdi stendur sem ábyrgir eigendur HS Orku og þar með dótturfyrirtækis þess Vesturverks sem fengið hefur það framkvæmdaleyfi sem vísað er til hér að framan.“

mbl.is

Innlent »

Veist að þremur múslimakonum

06:10 Veist var að þremur múslimskum konum utandyra í Breiðholti á sjöunda tímanum í gærkvöldi. Málið er í rannsókn hjá lögreglu og er hugsanlega um hatursglæp að ræða. Meira »

Bætist í jarðasafn Fljótabakka

05:30 Fljótabakki ehf., sem er íslenskt dótturfélag bandaríska ferðaþjónustufyrirtækisins Eleven Experience sem rekur m.a. ferðaþjónustuna Deplar Farm í Fljótunum, hefur keypt jörðina Atlastaði í Svarfaðardal. Meira »

Vegmerkingum ábótavant

05:30 Tafist hefur í um þrjár til fjórar vikur að vegmerkja vegarkafla á Sæbraut í Reykjavík eftir malbikunarframkvæmdir þar í júní. Meira »

Batnandi ástand og vaðandi makríll

05:30 „Almennt talað fer ástand sjávar suður af landinu batnandi,“ sagði Héðinn Valdimarsson, sviðsstjóri umhverfissviðs Hafrannsóknastofnunar, um helstu niðurstöður vorleiðangurs stofnunarinnar 2019. Meira »

Minna í húsnæði en hjá ESB

05:30 Árlegur kostnaður heimila hér á landi vegna húsnæðis (að undanskildum húsnæðiskaupum) er að meðaltali 22,1% heildarútgjalda.  Meira »

Segja ferðamenn ganga betur um

05:30 Nokkrir ferðaþjónustuaðilar sem Morgunblaðið ræddi við segja að erlendir ferðamenn gangi betur um en áður. Minna sé um að þeir gangi örna sinna á víðavangi og utan salerna. Meira »

Vill kaupa eyjuna Vigur í Djúpi

05:30 Skýrast ætti í næstu viku hvort verði af sölu Vigurs í Djúpi. Hugsanlegur kaupandi er útlendingur, búsettur í Evrópu, en ekki fengust nánari upplýsingar um hann. Sá kom nýlega með tilboð í eyjuna, sem síðasta árið hefur verið á söluskrá. Meira »

Rignir víða í nótt

Í gær, 23:12 Rigning er fram undan víða í nótt en þó síst með norðurströndinni. Áttin verður austlæg yfirleitt 5-10 m/s. Dregur úr úrkomu um vestanvert landið í fyrramálið en aftur rigning eða skúrir þar síðdegis. Hiti 10 til 18 stig og verður hlýjast norðaustanlands. Meira »

Hvetur til mótmæla

Í gær, 23:00 Mikið er rætt um skipulagsmál borgarinnar um þessar mundir og ekki eru allir á eitt sáttir þegar kemur að áformum um að byggja á grænum svæðum borgarinnar, skipulag miðborgarinnar og fleira í þeim dúr. Eyþór Arnalds, oddviti sjálfstæðismanna í borgarstjórn, hefur haldið uppi gagnrýni á meirihlutann og segir þrjóskju ríkja í borgarstjórn. Meira »

Malbika Reykjanesbraut í fyrramálið

Í gær, 22:54 Stefnt er að því að malbika aðrein á mislægum gatnamótum Reykjanesbrautar og Njarðvíkurvegar á morgun 16. júlí. Fráreininni verður lokað og þrengt að umferð við Reykjanesbraut. Viðeigandi merkingar og hjáleiðir verða settar upp. Meira »

Vilja sameina tvær stofnanir í eina

Í gær, 22:44 Lagt er til að Íbúðalánasjóður og Mannvirkjastofnun sameinist í nýja Húsnæðis- og mannvirkjastofnun samhliða uppskiptingu Íbúðalánasjóðs í drögum að nýju frumvarpi. Félagsmálaráðuneyti birti í dag í samráðsgátt stjórnvalda drög að frumvarpinu. Meira »

Getur ekki gjafar á tónlistarhátíð

Í gær, 22:13 Allir kjörnir fulltrúar Reykjavíkurborgar gátu fengið aðgöngumiða á tónlistarhátíðina Secret Solstice sem fram fór í síðasta mánuði, samkvæmt samningi við Reykjavíkurborg í þeim tilgangi að uppfylla eftirlitsskyldu sína. Meira »

Býst við að smitum fjölgi ekki

Í gær, 21:30 „Ég býst við að þetta fari að fjara út í þessari viku ef allt virkar eins og maður vonast til að það geri,“ segir Þórólfur Guðnason sóttvarnarlæknir við mbl.is um E.coli-sýkingu sem hefur greinst hjá 19 börnum. Meira »

Bílaleigubílar 5% færri en í fyrra

Í gær, 21:10 Þær bílaleigur sem starfa hér á landi eru með 24.943 ökutæki í umferð, en á sama tíma í fyrra voru bílaleigubílar í umferð 26.211 talsins. Um er að ræða 5% fækkun á milli ára. Meira »

Dómari óskar eftir launuðu leyfi

Í gær, 20:17 Jón Finnbjörnsson, einn fjögurra dómara við Landsrétt sem hefur ekki sinnt dómstörfum vegna dóms Mannréttindadómstóls Evrópu, hefur óskað eftir launuðu leyfi til áramóta. Nýr dómari verður settur í hans stað. Meira »

Fluttu 6,3 tonn af rusli úr Barðsvík

Í gær, 19:30 Hreinsun Hornstranda hefur staðið yfir, vík úr vík, frá árinu 2014. Alls hafa nú 35 tonn af rusli verið fjarlægð úr sjö víkum og einungis tvær eru eftir, sem til stendur að hreinsa næsta sumar. 6,3 tonn voru flutt úr Barðsvík til Ísafjarðar í gærkvöldi. Meira »

„Við erum heppin með hópinn“

Í gær, 19:27 „Þetta lítur vel út og við erum heppin með hópinn. Þetta er jafnsterkur hópur,“ segir Sigurbjörn Bárðarson landsliðseinvaldur íslenska landsliðsins í hestaíþróttum sem kynnt var í dag. Landsliðið keppir fyrir hönd Íslands á Heimsleikum íslenska hestsins sem fram fer í Berlín 4. - 11. ágúst. Meira »

Vonast til að farþegar sitji ekki aftur eftir

Í gær, 19:07 Icelandair vonast til þess að ekki komi aftur upp atvik svipað og átti sér stað í dag þegar 39 farþegar sem áttu bókað með vél félagsins frá Manchester til Íslands urðu eftir á Bretlandseyjum. Meira »

Brottfall úr námi langmest á Íslandi

Í gær, 18:20 Hlutfall íslenskra ungmenna á aldrinum 18-24 ára sem hættu of snemma í námi á árinu 2018 var 21,5%. Það er hvergi meira í allri Evrópu, þar sem meðaltalið er 10,6%. Meira »
Gefins rúm.
Gefins hjónarúm 158 x 203 ameríst. Uppl 8984207...
Þýsku kerrurnar, ný sending
Fleiri myndir á Bland: https://bland.is/classified/entry.aspx?classifiedId=38248...
Hornstrandabækurnar eru svolítið sérstakar
Einn pakki af Hornstrandabókum var pantaður í morgun. „Ég vona að þú verð...
Varstu í bústað, ólykt eftir vetur, viltu eyða
Varstu í bústaðnum, var ólykt / fúkkalykt eftir veturinn, viltu eyða, hér er lau...