Öllum flugferðum SAS aflýst í dag í Keflavík

SAS aflýsti öllum flugum sínum á Keflavíkurflugvelli í dag.
SAS aflýsti öllum flugum sínum á Keflavíkurflugvelli í dag. AFP

Öllum flugferðum skandinavíska flugfélagsins SAS hefur verið aflýst á Keflavíkurflugvelli í dag, bæði komum og brottförum. Isavia staðfestir þetta við mbl.is. Ekki kemur fram hvers vegna.

Vél átti að lenda í Keflavík frá Kaupmannahöfn klukkan 9.45 en kemur ekki. Vél átti að koma frá Osló 11.05 en kemur ekki. Sömu vélar áttu hvor um sig að fara aftur til landanna sem þær voru að koma frá en fara þá ferð ekki heldur, eins og gefur að skilja.

Farþegar sem áttu að ferðast til Kaupmannahafnar með SAS klukkan 10.30 eru því strandaglópar.

mbl.is

Bloggað um fréttina