Tengist „vaxandi hernaðarumsvifum Rússa“

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, þingmaður og formaður utanríkismálanefndar, segir að aðgerðirnar ...
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, þingmaður og formaður utanríkismálanefndar, segir að aðgerðirnar á Keflavíkurflugvelli á vegum hersins hafi verið viðbúnar. mbl.is/Haraldur Jónasson/Hari

„Umhverfið er breytt í öryggismálum á norðanverðu Atlantshafi. Staðan þar er til dæmis breytt í þeim skilningi að fylgst er betur með þróun öryggismála á norðurslóðum. Þar eru auðvitað vaxandi hernaðarumsvif Rússa, sem NATO hefur fylgst vel með. Þau auknu umsvif hafa verið í forgrunni frá því 2014,“ segir Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og formaður utanríkismálanefndar.

Sagt hefur verið frá því að Bandaríkjaher hefur í hyggju að hefja uppbyggingu innviða á Keflavíkurflugvelli, sem verða fyrstu aðgerðir þeirrar gerðar frá 2006. Fyrirhuguð uppbygging er gríðarlega umfangsmikil, eins og má lesa um í fjárhagsáætlun hersins, og mun meðal annars felast í uppbyggingu innviða sem munu gera Bandaríkjunum kleift að reka á norðurslóðum færanlega herstöð. Á sama tíma var því breytt á síðustu stundu í fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar til 2024, að fleiri hundruðum milljóna yrði varið úr ríkissjóði í að uppfylla skuldbindingar Íslendinga um innviði hér á landi fyrir starf Atlantshafsbandalagsins, NATO.

„Við þurfum sjálf að bregðast við ákveðinni uppsafnaðri viðhaldsþörf,“ segir Áslaug en fjármagnið sem lagt var til þessara mála í nýrri fjármálaáætlun voru 300 milljónir.

Uppbyggingin viðbúin

„Þetta ætti ekki að koma á óvart eftir að útboðum var lokið vegna framkvæmda á Keflavíkurflugvelli,“ segir Áslaug. Hún vísar þar einnig til yfirlýsingar sem undirrituð var á milli Bandaríkjanna og Íslands árið 2016 um tvíhliða samstarf í varnarmálum. „Það er auðvitað eðlilegt og mikilvægt að framkvæmd varnarsamningsins sé tryggð,“ segir Áslaug.

Áslaug segir að uppbyggingin nú snúist, ásamt auknum hernaðarsvifum Rússa og á vissan hátt tengt þeim, um mikilvægi opinna siglingaleiða og flutninga um Norður-Atlantshafið. „Við höfum séð það í æfingum, viðveru og eftirliti NATO á þessum slóðum,“ segir hún.

Hún segir að uppbyggingin hafi verið viðbúin og snúi að breyttri stöðu á norðurslóðum. „Það er kunnugt að umsvif Bandaríkjahers í Norður-Atlantshafi hefur aukist. Þeir hafa verið að annast lofthelgisgæslu hér, meðal annars,“ segir hún.

Bandaríski herinn er ekki á leið til Íslands

Áslaug segir að framlag Íslendinga, umræddar 300 milljónir, séu einungis framlag Íslendinga til þess að mæta skuldbindingum sínum, svo NATO geti haldið áfram óbreyttri starfsemi hér á landi. „Það var einfaldlega lagt mat á viðhaldsþörfina og með þessu erum við einfaldlega að tryggja óbreytta starfsemi með viðhaldi á mannvirkjum hér á landi,“ segir hún.

Með uppbyggingunni á Keflavíkurflugvelli, sem 300 milljónirnar úr ríkissjóði eru visst mótframlag til, er Áslaug þó á því að ekki megi segja að hér sé kominn her. „Bandaríski herinn er ekki á leið til Íslands. Það eru ekki til neinar áætlanir um varanlega viðveru hans á Íslandi Það eru engar stórar breytingar sem fylgja þessu. Þetta er bara hluti af stefnu Íslands í öryggis- og varnarmálum, að tryggja í ljósi herleysis samt sem áður góðar varnir á Íslandi og í nærumhverfi, en á sama tíma taka þátt í tvíhliða samningum okkar við Bandaríkin og NATO,“ segir hún.

Gamla herstöðin við Keflavík. Ekki stefnir í að herinn komi ...
Gamla herstöðin við Keflavík. Ekki stefnir í að herinn komi aftur til að vera, að sögn Áslaugar. mbl.is/Ómar Óskarsson

„Við erum hluti af þessari nýju mynd sem blasir við á norðurslóðum. Hingað eru að koma til landsins flugsveitir í loftrýmisgæslu þrisvar á ári og kafbátarleitarvélar hafa aukið viðveru sína meðal annars og þessi staða var sérstaklega rædd 2016 þegar áréttaðar voru skuldbindingar beggja ríka í öryggissamstarfi,“ segir Áslaug og á við Bandaríkin og Ísland.

Hvort hernaðarumsvif eigi eftir að aukast enn frekar hér á landi segir Áslaug ekkert hægt að fullyrða um það. „Samstarfið þarf bara að þróast í takt við þær aðstæður sem eru uppi hverju sinni,“ segir hún.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Segir þolinmæði á þrotum

17:25 „Ég er ósammála því að það liggi ekki sérstaklega á þessu. Staðan í Vestmannaeyjum er þannig að hingað er komið nýtt skip, tilbúið til siglinga, og það sem stendur útaf er að skipið getur ekki lagst að bryggjumannvirkjum í Vestmannaeyjum,“ segir Njáll Ragnarsson, formaður bæjarráðs Vestmannaeyja. Meira »

Þróa nýtt öryggistæki fyrir báta

17:05 Hefring nefnist nýtt fyrirtæki sem hyggst miðla upplýsingum í rauntíma til skipstjóra um þá þyngdarkrafta sem skip þeirra eru undirorpin á hafi úti. Meira »

Sjólaskipasystkini ákærð vegna skattamála

16:59 Embætti héraðssaksóknara hefur gefið út fimm ákærur á hendur systkinum sem oftast eru kennd við útgerðarfélagið Sjólaskip. Systkinin, tveir bræður og tvær systur, eru ákærð hvert um sig og einnig eru bræðurnir tveir ákærðir sameiginlega. Meira »

Hvaða ungu Íslendingar skara fram úr?

16:40 Í fyrra var Ingileif Friðriksdóttir valin framúrskarandi ungur Íslendingur af tvöhundruð tilnefndum. Nú hefur aftur verið opnað fyrir tilnefningar og landsmenn hafa þrjár vikur til að bregðast við. Meira »

Reyna að koma skútunni í land síðdegis

16:29 Einn var um borð í skútunni sem strandaði á skeri við Löngusker utarlega í Skerjafirði í dag. Björgunarbátur sigldi nánast alveg að skútunni og komst maðurinn þannig frá borði. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Landsbjörg. Meira »

Ný skilti ekki lækkað hraðann

16:07 Lögreglan myndaði brot 92 ökumanna, sem keyrðu of hratt á Hringbraut í Reykjavík í gær. Á klukkustundartíma eftir hádegi óku 322 bílar í vesturátt og reyndust 92 þeirra yfir löglegum hámarkshraða, eða um 29%. Meira »

„Gamli Herjólfur sinnir þessu alveg“

15:32 Lagfæringum á ekju- og landgöngubrúm fyrir nýja Herjólf er næstum lokið. Nú eru það hins vegar viðlegukantar í Vestmannaeyjahöfn sem setja strik í reikninginn. Upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar segir ekki liggja á að taka skipið í notkun, enda afkasti gamli Herjólfur álíka miklu. Meira »

Bannar sæbjúgnaveiðar í Faxaflóa

15:28 Sjáv­ar­út­vegs­ráðuneytið hef­ur gert all­ar veiðar á sæ­bjúg­um óheim­il­ar frá og með deg­in­um í dag, á til­teknu svæði á Faxa­flóa. Þetta kem­ur fram í reglu­gerð ráðuneyt­is­ins, sem sögð er falla úr gildi 31. ág­úst næst­kom­andi. Meira »

Sækja slasaða konu á Fimmvörðuháls

15:16 Björgunarsveitir á Suðurlandi voru kallaðar út á þriðja tímanum í dag vegna slasaðrar konu á Fimmvörðuhálsi. Konan er slösuð á fæti og er stödd ofarlega á Fimmvörðuhálsi, miðja vegu milli Baldvinsskála og Fimmvörðuhálsskála. Meira »

Umferðarlagabrotum og kynferðisbrotum fjölgar

15:03 Umferðarlagabrotum og skráðum kynferðisafbrotum fjölgaði mikið á höfuðborgarsvæðinu í júní. Þetta kemur fram í mánaðarskýrslu lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu fyrir júní 2019. Meira »

Ekkert fæst frá Isavia fyrr en á morgun

14:48 Næstu skref Isavia vegna dóms héraðsdóms í forræðisdeilu ríkisfyrirtækisins og bandaríska fyrirtækisins ALC verða ákveðin á morgun. Forstjóri fyrirtækisins hefur verið óínáanlegur síðustu daga. Meira »

Hefur hliðstæða reynslu af Birgittu

13:59 Þingflokkur Pírata var sammála um að rétt væri að upplýsa fundarmenn á félagsfundi flokksins á þriðjudaginn á hreinskilinn hátt um reynsluna af samstarfi þingmanna hans við Birgittu Jónsdóttur áður en greidd væru atkvæði um það hvort hún tæki sæti í trúnaðarráði flokksins. Meira »

Dómi yfir Vigfúsi áfrýjað til Landsréttar

13:26 Ríkissaksóknari hefur áfrýjað dómi Héraðsdóms Suðurlands í máli ákæruvaldsins gegn Vigfúsi Ólafssyni, sem dæmdur var fyrir manndráp af gáleysi og brennu 9. júlí. Vigfús var ákærður eftir að tveir létust í bruna að Kirkjuvegi 18 á Selfossi í október. Meira »

Leita eiganda „slagsmálahamsturs“

12:59 Lögreglan á Suðurnesjum greinir frá slagsmálum í bakgarði við heimahús í Keflavík í færslu á Facebook-síðu sinni. Óvenjulegt hafi hins vegar verið að sigurvegarinn hafi borið þann sem undir varð í kjaftinum heim til sín. Meira »

Fjögurra bíla árekstur við Grensásveg

12:51 Fjögurra bíla árekstur varð við Grensásveg og Hæðargarð. Að sögn slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu var einn var fluttur á slysadeild Landspítalans eftir að hann missti stjórn á bíl sínum. Meira »

Pétur G. Markan til Biskupsstofu

12:50 Pétur Georg Markan hefur verið ráðinn samskiptastjóri Biskupsstofu. Hann lét nýlega af störfum sem sveitarstjóri Súðavíkurhrepps. Hann hefur störf hjá Biskupsstofu í ágúst. Meira »

Áforma að friðlýsa Goðafoss

12:19 Umhverfisstofnun hefur kynnt áform um friðlýsingu Goðafoss í Þingeyjarsveit. Greint er frá áformunum á vef Stjórnarráðs og Umhverfisstofnunnar, Goðafoss er er einn af vatnsmestu fossum landsins og vinsæll ferðamannastaður. Meira »

Skúta strand í Skerjafirði

12:08 Björgunarsveitir í Hafnarfirði og Kópavogi voru kallaðar út um ellefu í morgun vegna skútu sem siglt hafði í strand utarlega í Skerjarfirði. Meira »

Mega eiga von á 150 milljóna kröfu

11:08 Flugvél í eigu ALC, sem Isavia hefur haldið á Keflavíkurflugvelli, er nú laus úr haldi. Stefnt er að því að fljúga henni úr landi sem fyrst, helst á morgun. Lögmaður ALC segir Isavia eiga yfir höfði sér skaðabótamál upp á um 150 milljónir króna. Meira »
Vatnsaflstúrbínur -Rafalar-Lokar
Útvegum allar stærðir af túrbínum rafölum og lokum fyrir virkjanir. Holt Véla...
Leiga, herb. hús, við Gullna hringinn..
Studio herb. með sérbaði og eldunaraðstöðu, hlýleg og kósí, 5 mínútur frá Gey...
TUNIKA
Tískuverslunin Smart Grímsbæ/Bústaðavegi TUNIKA - 3900 ST.36-52 Sími 588 8050. -...