Tengist „vaxandi hernaðarumsvifum Rússa“

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, þingmaður og formaður utanríkismálanefndar, segir að aðgerðirnar ...
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, þingmaður og formaður utanríkismálanefndar, segir að aðgerðirnar á Keflavíkurflugvelli á vegum hersins hafi verið viðbúnar. mbl.is/Haraldur Jónasson/Hari

„Umhverfið er breytt í öryggismálum á norðanverðu Atlantshafi. Staðan þar er til dæmis breytt í þeim skilningi að fylgst er betur með þróun öryggismála á norðurslóðum. Þar eru auðvitað vaxandi hernaðarumsvif Rússa, sem NATO hefur fylgst vel með. Þau auknu umsvif hafa verið í forgrunni frá því 2014,“ segir Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og formaður utanríkismálanefndar.

Sagt hefur verið frá því að Bandaríkjaher hefur í hyggju að hefja uppbyggingu innviða á Keflavíkurflugvelli, sem verða fyrstu aðgerðir þeirrar gerðar frá 2006. Fyrirhuguð uppbygging er gríðarlega umfangsmikil, eins og má lesa um í fjárhagsáætlun hersins, og mun meðal annars felast í uppbyggingu innviða sem munu gera Bandaríkjunum kleift að reka á norðurslóðum færanlega herstöð. Á sama tíma var því breytt á síðustu stundu í fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar til 2024, að fleiri hundruðum milljóna yrði varið úr ríkissjóði í að uppfylla skuldbindingar Íslendinga um innviði hér á landi fyrir starf Atlantshafsbandalagsins, NATO.

„Við þurfum sjálf að bregðast við ákveðinni uppsafnaðri viðhaldsþörf,“ segir Áslaug en fjármagnið sem lagt var til þessara mála í nýrri fjármálaáætlun voru 300 milljónir.

Uppbyggingin viðbúin

„Þetta ætti ekki að koma á óvart eftir að útboðum var lokið vegna framkvæmda á Keflavíkurflugvelli,“ segir Áslaug. Hún vísar þar einnig til yfirlýsingar sem undirrituð var á milli Bandaríkjanna og Íslands árið 2016 um tvíhliða samstarf í varnarmálum. „Það er auðvitað eðlilegt og mikilvægt að framkvæmd varnarsamningsins sé tryggð,“ segir Áslaug.

Áslaug segir að uppbyggingin nú snúist, ásamt auknum hernaðarsvifum Rússa og á vissan hátt tengt þeim, um mikilvægi opinna siglingaleiða og flutninga um Norður-Atlantshafið. „Við höfum séð það í æfingum, viðveru og eftirliti NATO á þessum slóðum,“ segir hún.

Hún segir að uppbyggingin hafi verið viðbúin og snúi að breyttri stöðu á norðurslóðum. „Það er kunnugt að umsvif Bandaríkjahers í Norður-Atlantshafi hefur aukist. Þeir hafa verið að annast lofthelgisgæslu hér, meðal annars,“ segir hún.

Bandaríski herinn er ekki á leið til Íslands

Áslaug segir að framlag Íslendinga, umræddar 300 milljónir, séu einungis framlag Íslendinga til þess að mæta skuldbindingum sínum, svo NATO geti haldið áfram óbreyttri starfsemi hér á landi. „Það var einfaldlega lagt mat á viðhaldsþörfina og með þessu erum við einfaldlega að tryggja óbreytta starfsemi með viðhaldi á mannvirkjum hér á landi,“ segir hún.

Með uppbyggingunni á Keflavíkurflugvelli, sem 300 milljónirnar úr ríkissjóði eru visst mótframlag til, er Áslaug þó á því að ekki megi segja að hér sé kominn her. „Bandaríski herinn er ekki á leið til Íslands. Það eru ekki til neinar áætlanir um varanlega viðveru hans á Íslandi Það eru engar stórar breytingar sem fylgja þessu. Þetta er bara hluti af stefnu Íslands í öryggis- og varnarmálum, að tryggja í ljósi herleysis samt sem áður góðar varnir á Íslandi og í nærumhverfi, en á sama tíma taka þátt í tvíhliða samningum okkar við Bandaríkin og NATO,“ segir hún.

Gamla herstöðin við Keflavík. Ekki stefnir í að herinn komi ...
Gamla herstöðin við Keflavík. Ekki stefnir í að herinn komi aftur til að vera, að sögn Áslaugar. mbl.is/Ómar Óskarsson

„Við erum hluti af þessari nýju mynd sem blasir við á norðurslóðum. Hingað eru að koma til landsins flugsveitir í loftrýmisgæslu þrisvar á ári og kafbátarleitarvélar hafa aukið viðveru sína meðal annars og þessi staða var sérstaklega rædd 2016 þegar áréttaðar voru skuldbindingar beggja ríka í öryggissamstarfi,“ segir Áslaug og á við Bandaríkin og Ísland.

Hvort hernaðarumsvif eigi eftir að aukast enn frekar hér á landi segir Áslaug ekkert hægt að fullyrða um það. „Samstarfið þarf bara að þróast í takt við þær aðstæður sem eru uppi hverju sinni,“ segir hún.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Fjölmenn skötumessa

23:12 „Þetta var ótrúlega magnað, það hafa aldrei áður mætt svona margir,“ sagði Ásmundur Friðriksson, alþingismaður og frumkvöðull Skötumessunnar í Garðinum. Fjölmennasta Skötumessan til þessa var haldin á miðvikudagskvöld í Miðgarði Gerðaskóla. Meira »

Malbikunin gengið „gríðarlega vel“

22:32 Áætlað er að malbikun á Hellisheiði ljúki um kl. 4 í nótt og verður þá opnað fyrir alla umferð bæði til austurs og vesturs.   Meira »

Sér ekki eftir ákvörðunum Isavia

21:58 „Vélin er farin, ekki af því að við gerðum eitthvað rangt, heldur út af því að héraðsdómur úrskurðaði með röngum hætti,“ segir Sveinbjörn Indriðason forstjóri Isavia í samtali við mbl.is. Hann segist ekki sjá eftir þeim ákvörðunum sem Isavia hafi tekið í málinu. Meira »

Æðardúnninn sama gamla kókaínið

21:22 Bandarískur rithöfundur nokkur er allra manna meðvitaðastur um að góð vísa er aldrei of oft kveðin. Hann slær því upp í blöðum æ ofan í æ, nú í Guardian, að íslenskur æðardúnn sé kókaín Íslendinga. Meira »

Skoða grindhvalina eftir helgi

21:11 Tveir til þrír sérfræðingar frá Hafrannsóknarstofnun ætla að skoða tugi grindhvala sem strönduðu í Löngufjörum á Snæfellsnesi eftir helgi. Þeim verður flogið með þyrlu Landhelgisgæslunnar. Þetta segir Gísli Arn­ór Vík­ings­son, hvala­sér­fræðing­ur hjá Haf­rann­sókna­stofn­un. Meira »

Dr. Gunni hesthúsar pylsu í foreftirrétt

20:20 Á nýopnuðum matarmarkaði á Miðbakkanum við Reykjavíkurhöfn sást til Dr. Gunna í hægindum sínum vera að gæða sér á pylsu í eftirrétt. Aðalrétturinn hafði ekki verið upp í „rassgatið á flugu.“ Meira »

Tveir fengu 121 milljón króna

19:55 Fyrsti vinningur í Eurojackpot gekk ekki út í kvöld. Hins vegar voru tveir heppnir Norðurlandabúar með annan vinning og hlaut Dani og Norðmaður hvor um sig rúmlega 121 milljón króna. Meira »

Kemur til greina að loka tímabundið

19:03 Til greina kemur að loka tímabundið Efstadal II ef ekki næst að rjúfa smitleið E.coli-sýkingar með alþrifum á staðnum. Heilbrigðiseftirlitið og Matvælastofnun hafa gripið til hertari aðgerða á staðnum eftir að í ljós kom að tveir fullorðinir einstaklingar greindust með E.coli í dag Meira »

„Núna eru menn að vakna“

19:00 „Það kemur manni á óvart að það sé verið að bregðast við þessu núna fyrst. Skipstjórnarmenn á nýja Herjólfi hafa bent á að það þurfi að gera breytingar á hafnarmannvirkjum í Vestmannaeyjum og núna eru menn að vakna,” segir Njáll Ragnarsson formaður bæj­ar­ráðs Vest­manna­eyja. Meira »

„Þarf að gagnrýna forsetann“

18:25 „Ég kunni að meta það,“ segir dr. Munib Younan, biskup frá Palestínu sem býr í suðurhluta Jerúsalem, þar sem hann ræðir um það þegar Hatarar drógu upp fána Palestínu í Eurovision-söngvakeppninni í maí. Meira »

„Við fylgjum bara okkar stefnu“

17:50 „Þó maður hafi nú einsett sér fyrir tíu árum að sveiflast ekki eftir skoðanakönnunum þá verð ég að viðurkenna að þetta er samt auðvitað mjög ánægjulegt og við erum þakklát fyrir þennan stuðning,“ segir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, um fylgisaukningu flokksins. Meira »

Kröfum um stöðvun framkvæmda hafnað

17:22 Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála hefur hafnað kröfum kærenda í sex kærumálum um stöðvun undirbúningsframkvæmda vegna Hvalárvirkjunar á meðan að úrskurðað er í málunum. Meira »

Starfsmaður smitaði ekki ferðamann

17:18 Það er útilokað að starfsmaðurinn á Efstadal, sem var smitaður af E.coli, hafi smitað erlendan ferðamann þann 8. júlí. Ferðamaðurinn smitaðist þó að aðgerðir á staðnum hafi átt að koma í veg fyrir það. Meira »

31 þúsund tonn í sérstakar aðgerðir

17:00 Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, hefur ráðstafað rúmlega 31 þúsund tonnum til sérstakra aðgerða í fiskveiðistjórnunarkerfinu eða samtals 23.316 þorskígildistonnum. Meira »

Sóttu veikan mann í Drottninguna

16:57 Þyrla Landhelgisgæslunnar sótti veikan mann um borð í skipið Queen Mary 2, skip breska skipa­fé­lag­sins Cun­ard í gærkvöldi. Beiðni barst Landhelgisgæslunni um klukkan sjö í gærkvöldi þegar skipið var um 80 sjómílum sunnan af Vík í Mýrdal. Meira »

Greiðir ekki ­fólki með lausa kjara­samn­inga

16:34 Akureyrarbær ætlar ekki að greiða starfs­fólki með lausa kjara­samn­inga ein­greiðslu 1. ág­úst næstkomandi. Meirihluti bæjarráðs hafnar erindi Einingar-Iðju þess efnis og vísar jafnframt til þess að samningsumboð sveitarfélagsins vegna kjarasamninga er hjá Sambandi íslenskra sveitarfélaga. Meira »

Eldur í vinnuskúr í Kópavogi

16:11 Eldur kom upp í vinnuskúr á vegum Kópavogsbæjar við Fífuhvamm á þriðja tímanum í dag. Slökkviliði var kallað á vettvang og hefur það náð tökum á eldinum þótt enn logi. Nú er barist við að rífa af þaki og slökkva eldinn. Meira »

Ekki ákærðir vegna dauða ungrar konu

16:11 Héraðssaksóknari hefur fellt niður mál á hendur lögreglumönnum sem voru til rannsóknar vegna afskipta lögreglu af ungri konu sem dó á Landspítala síðar sama kvöld í apríl. Rannsókn málsins lauk í upphafi mánaðar. Meira »

Hótaði að skera kærustuna á háls

15:41 Maðurinn sem er grunaður um að stinga ann­an mann í heima­húsi í Nes­kaupstað um miðnætti 10. júlí síðastliðinn situr í gæsluvarðhaldi til 8. ágúst. Landsréttur staðfesti fjögurra vikna gæsluvarðhaldsúrskurð Héraðsdóms Austurlands. Meira »
Útsala!!! Kommóða ofl.
Til sölu kommóða 3 skúffú,ljós viðarlit..lítur mjög vel út.. Verð kr 2000. Einn...
Þreyttur á reykinga- myglulykt, lausn ?
Eyðir flest allri ólykt, m.a. Myglu-gró ásamt og raka- reykinga- og brunalykt. ...
Tilboð! - Garðhús 9 fm - kr. 324.000,-
Flaggskip okkar í garðhúsum, Brekka 34 - 9 fm - gert úr 34mm þykkum bjálka og tv...
Innheimmta
Jessenius Faculty of Medicine í Martin Slóvakíu Inntökupróf verður haldið 9. ágú...