Þarf alltaf að gæta sín á hruninu

Nóg er af eggjum á fyrstu syllunni sem Sveinn Eyjólfur …
Nóg er af eggjum á fyrstu syllunni sem Sveinn Eyjólfur lendir á. mbl.is/Guðlaugur Albertsson

„Við gerum þetta til að afla tekna fyrir björgunarsveitina og viðhalda þekkingu og kunnáttu um bjargið. Æfing er nauðsynleg, ef aðstoðar er þörf,“ segir Sveinn Eyjólfur Tryggvason, formaður björgunarsveitarinnar Bræðrabandsins í Rauðasandshreppi hinum forna. Félagar hafa sigið í Látrabjarg í mörg ár til að taka egg.

Eyjólfur segist hafa komið að bjargsiginu í þrjátíu ár en í hópnum séu menn sem lengur hafi verið að. Þeir fara nokkrar ferðir á sumrin, frá maí og fram eftir júní. Hann segir að mest sé siglt undir bjargið á bátum, upp í urðir og velli til að sækja egg. Þegar veður eru misjöfn sé meira sigið í bjargið.

Misjafnt er í hvaða hluta bjargsins farið er hverju sinni. Nú síðast, þegar ljósmyndari Morgunblaðsins fylgdist með, var sigið á þremur stöðum, í Barðið, Vondukleif og niður fyrir Slakkhillu. Ekki hefur verið farið í Barðið í tvo áratugi.

Eitthvað togar í félagana

Sjálfur er Eyjólfur meðal þeirra sem síga. „Maður þarf alltaf að gæta sín á hruninu, að hreinsa laust grjót á leiðinni niður,“ segir hann í frásögn af siginu í máli og myndum í Morgunblaðinu í dag. Sums staðar er sigið alveg niður í fjöru, 150-160 metra. Látrabjarg er yfir 400 metra hátt, þar sem það er hæst, en ekki er sigið þar.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.890 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »