Vesturbæjarlaug lokuð í tæpar tvær vikur

Það kvað vera sjaldséð sjón að sjá fullklæddan mann í …
Það kvað vera sjaldséð sjón að sjá fullklæddan mann í heitum potti. Viðgerðir standa yfir í Vesturbæjarlauginni og vegna þeirra er hún lokuð frá og með deginum í dag, 24. júní, til og með 5. júlí. Það eru tæpar tvær vikur. mbl.is/Alexander

„Vesturbæjarlaug er lokuð frá 24. júní til 5. júlí vegna viðhalds og framkvæmda. Við opnum aftur laugardaginn 6. júlí,“ segir símsvarinn þegar hringt er í Vesturbæjarlaug við Hofsvallagötuna í Reykjavík.

Vonbrigðin eru þó öllu bærilegri þeim sem hringir á undan sér en þeim sem mætir beint á svæðið, aðeins til þess að koma að lokuðum dyrunum. Þessi sjón blasir við hinum síðarnefnda:

Dyrnar kirfilega lokaðar. Iðnaðarmenn komast inn að aftan og þeir …
Dyrnar kirfilega lokaðar. Iðnaðarmenn komast inn að aftan og þeir eru nokkrir á svæðinu um þessar mundir. mbl.is/Alexander

Eflaust hafa einhverjir lagt leið sína í laugina í morgun en gengið svo niðurlútir heim á leið eftir að ferðin reyndist fýluferð. Aðrir upplitsdjarfari kunna að hafa skundað vestar en í Vesturbæjarlaug, nefnilega út á Seltjarnarnes.

Vesturbæjarlaug er vinsæll samkomustaður íbúa í hverfinu og sumir koma …
Vesturbæjarlaug er vinsæll samkomustaður íbúa í hverfinu og sumir koma jafnvel langt að. Hægra megin á myndinni er gamall barnapottur sem kulnaði í starfi og varð kaldur pottur, allt í takt við tímann. mbl.is/Alexander

Ekki fer sögum af því að verið sé að ráðast í stórtækar aðgerðir eða breytingar heldur virðist af myndum að dæma vera um að ræða venjubundið viðhald.

Hér má sjá menn að vinnu við að hreinsa laugarnar. …
Hér má sjá menn að vinnu við að hreinsa laugarnar. Viðhalds mun hafa verið orðin þörf. mbl.is/Alexander
mbl.is