700 á biðlista eftir íbúðum í Gufunesi

Tölvumynd sem sýnir byggingar í Gufunesi.
Tölvumynd sem sýnir byggingar í Gufunesi. Ljósmynd/Aðsend

Um sjö hundruð manns eru á biðlista eftir 120 íbúðum í Gufunesi. Níu lóðarvilyrði hjá Reykjavíkurborg eru með ströngum kvöðum til að koma til móts við ungt fólk og fyrstu kaupendur.

RÚV greindi frá þessu.

Íbúðirnar verða til sölu eða leigu og eru lóðarvilyrðin öll samhljóma. Fólk á aldrinum 18 til 40 ára hefur forgang.

Ef tveir eða fleiri sækjast eftir sömu íbúðinni ganga þeir fyrir sem eru að kaupa fyrstu íbúðina sína. Ef allir eru að kaupa sína fyrstu íbúð er dregið um hver fær íbúðina.

Seljist íbúðin ekki til forgangshópsins innan þriggja vikna frá auglýsingu í fjölmiðlum er heimilt að setja hana á sölu fyrir almennan markað.

mbl.is