Aðeins fimm dómar hafa fyrnst í ár

Páll Winkel.
Páll Winkel. mbl.is/​Hari

Aðeins fimm óskilorðsbundnir dómar hafa fyrnst það sem af er ári en á síðustu árum hafa um 30 dómar fyrnst árlega.

„Ég er afskaplega ánægður með þetta en í mínum huga er það ein af grunnstoðum réttarríkisins að refsingar séu fullnustuðar,“ segir Páll Winkel fangelsismálastjóri.

Ástæðan fyrir þessum árangri er að fleiri fangelsisrými eru nú í landinu. Þá er búið að breyta lögum þannig að hægt er að taka út refsingu með samfélagsþjónustu í meira mæli, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.890 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »