„Engin skylda að vera heiðursfélagi“

Berglind Svavarsdóttir formaður Lögmannafélagsins segir að félagið muni verða við …
Berglind Svavarsdóttir formaður Lögmannafélagsins segir að félagið muni verða við þeirri ósk Jón Steinars Gunnlaugssonar um að nafn hans verði fjarlægt úr skrá félagsins yfir heiðursfélaga. Þar sé engin skylda að vera. mbl.is/Samsett mynd

Lögmannafélag Íslands mun verða við þeirri ósk Jóns Steinars Gunnlaugssonar lögmanns um að hann verði tekinn af lista yfir heiðursfélaga í Lögmannafélaginu. Þetta staðfestir Berglind Svavarsdóttir, formaður félagsins, í samtali við mbl.is.

„Jájá, að sjálfsögðu. Þetta er bara ósk hans að vera tekinn af þessari skrá og að sjálfsögðu verðum við við því ef hann óskar eftir því. Það er engin skylda að vera heiðursfélagi,“ segir Berglind.

Málið snýst um það að Jón Steinar er afar ósáttur með að Lögmannafélagið hafi fengið málskotsbeiðni sína til Hæstaréttar samþykkta, í máli sem varðar áminningu sem Jóni Steinari var veitt fyrir tölvupósta sem hann sendi Ingimundi Einarssyni, þáverandi dómsstjóra í Héraðsdómi Reykjavíkur.

Landsréttur kvað upp þann dóm að áminning Lögmannafélagsins yrði ógilt, en áður hafði Héraðsdómur Reykjavíkur sýknað Lögmannafélagið af kröfu Jóns Steinars um að áminningin yrði felld úr gildi.

Berglind segir, eins og fram kemur í málskotsbeiðni Lögmannafélagsins til Hæstaréttar, að málið snúist um stöðu og hlutverk félagsins, en ekki að þessum tiltekna félagsmanni.

Lög­manna­fé­lagið sagði í mál­skots­beiðni sinni að málið hafi veru­legt al­mennt gildi og seg­ir að með dómi Lands­rétt­ar hafi stoðum verið kippt und­an eft­ir­lits­hlut­verki Lög­manna­fé­lags­ins með því að siðaregl­um þess sé fylgt.

Fengi dóm­ur­inn að standa óhaggaður myndi hann hafa um­tals­verð áhrif á hlut­verk fé­lags­ins til framtíðar og stöðu lög­manna í rétt­ar­kerf­inu. Ekki hafi áður reynt á sam­bæri­leg álita­efni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert