Fátækara samfélag án Íslendinga

Trond Einar Olaussen, bæjarstjóri í Gamvik, fyrir framan Ráðhúsið í ...
Trond Einar Olaussen, bæjarstjóri í Gamvik, fyrir framan Ráðhúsið í Mehamn, en Mehamn telst stjórnsýslusetur sveitarfélagsins og auk þess fjölmennasta þéttbýlið með sína 800 íbúa. Ljósmynd/Atli Steinn Guðmundsson

„Ég kem bara og næ í þig!“ sagði bæjarstjórinn í Gamvik, Trond Einar Olaussen, í símann og sagðist hringja þegar hann yrði fyrir utan. Sparaði hann þar með blaðamanni þau spor að fara gangandi um ókunnugt bæjarfélag lengst norðan heimskautsbaugs í leit að bæjarstjóra.

Ekki leið á löngu uns Olaussen, sem situr fyrir Verkamannaflokkinn, birtist á hlaðinu og ók þaðan rakleiðis í Ráðhúsið í Mehamn sem reynist vera fyrrverandi grunnskóli. Þar opnar hann skrifstofu sína og býður til sætis. Spurt er sígildra grunnupplýsinga.

„Ég er héðan,“ segir bæjarstjórinn og hefði líklega ekki orðið kápan úr því klæðinu að ljúga miklu um upprunann þar sem sterkur Finnmerkurframburðurinn segir allt sem segja þarf, þessi sérstaki talandi sem er svo einkennandi fyrir nyrstu byggðir landsins og gerir mörk milli ólíkra sérhljóða gjarnan ógreinileg í óinnvígðum eyrum auk þess sem hjá sumum mælendum verður n mjög raddað og framgómmælt.

Kynflokkaði loðnu 12 ára

Olaussen reynist vera fæddur og uppalinn í Mehamn og rifjar upp æskuár sín þar sem sjósóknin var greinilega rauði þráðurinn. „Maður ólst upp í flæðarmálinu, faðir minn var sjómaður og við fórum í róðra með honum. Fiskurinn var allt í öllu og verkkunnáttan fluttist milli kynslóða. Á veturna var gefið tveggja til þriggja vikna frí í skólanum svo við gætum farið og hjálpað til í fiskvinnslunni, allt samfélagið var í því,“ segir Olaussen og rifjar upp þegar hann stóð dægrin löng við að kynflokka loðnu tólf ára gamall. „Núna er þetta auðvitað allt gert í vélum,“ segir hann og hlær.

Á skrifstofu bæjarstjóra. Olaussen ræddi meðal annars um þá lyftistöng ...
Á skrifstofu bæjarstjóra. Olaussen ræddi meðal annars um þá lyftistöng sem íslenskir sjómenn og fjölskyldur þeirra hafi verið hinu litla sjávarsamfélagi í Gamvik og Mehamn. Ljósmynd/Atli Steinn Guðmundsson

Olaussen gerði þó ekki gullið úr greipum ægis að sínu lífsviðurværi heldur sneri sér að heilbrigðiskerfinu, bæjarstjórinn er menntaður geðhjúkrunarfræðingur. „Ég starfaði við það í mörg ár, fyrst í Kirkenes en ég lærði í Hammerfest. Áður en ég varð bæjarstjóri var ég svo búinn að starfa hjá sveitarfélaginu í fjögur ár, mest tengt heilbrigðismálum en líka allt mögulegt annað,“ segir hann frá.

Bæjarstjórinn lét nokkuð í sér heyra í maí í tengslum við skipan löggæslumála á svæðinu í kjölfar harmleiksins sem hér varð og ræddi þá einnig umtalsverða aukningu í umferð og neyslu fíkniefna í þessu um það bil 1.150 manna byggðarlagi sem Gamvik og Mehamn til samans eru. Hvað liggur þar að baki?

„Ég ætla ekki að segja að það tengist aðfluttu vinnuafli, mun frekar að þetta sé til komið vegna nýlegrar breytingar á skipan löggæslumála, hinni svokölluðu nálægðarlögregluuppstokkun [n. nærpolitireformen] sem í tilfelli okkar hér gerði ekki annað en að færa lögregluna fjær okkur. Þar held ég að skýringin liggi,“ segir Olaussen.

Fleiri sögur um fíkniefnaneyslu

Hann segist nú heyra mun meira um það en áður frá íbúum bæjarins að þeir verði í auknum mæli varir við sölu og neyslu fíkniefna. „Eins hefur ofbeldi orðið hér meira áberandi sem mætti kannski skýra að hluta með því að íbúarnir koma orðið frá ólíkum menningarsvæðum, þar af leiðandi þekkja þeir ólíkar leiðir þegar kemur að átakastjórnun [n. konflikthåndtering]. Nú er ég ekki að halda því fram að okkar tök á slíku séu þau einu réttu, en þau eru bara öðruvísi,“ segir bæjarstjóri.

Ljósmynd/Atli Steinn Guðmundsson

Hann telur lögregluþjóna tapa mikilli yfirsýn og tengingu við bæjarfélagið þegar þeir eru ekki sjálfir búsettir á staðnum eins og áður hafi verið. Þeir lögregluþjónar sem sinni löggæslu í Gamvik (og Mehamn sem heyrir undir Gamvik) starfi hjá sveitarfélaginu Lebesby, en þaðan komu lögreglumenn einmitt akandi aðfaranótt 27. apríl, frá Kjøllefjord, og voru 40 mínútur á leiðinni. „Þetta ástand er afleiðing pólitísks þrætueplis milli þessara nágrannasveitarfélaga um að ná til sín lögregluembættinu og þar bar Lebesby sigurorð úr býtum.“

Þetta telur Olaussen öfugsnúið. Í Lebesby séu hvorki barir né skemmtistaðir og þangað flytjist mun færri í leit að vinnu. Reyndar er skiptingunni þannig háttað að áfengisverslun svæðisins er í Kjøllefjord en í Mehamn eru alls þrjú vínveitingahús að hótelinu meðtöldu, eitt reyndar svo smátt að minnir á gamla Skipperinn sem var og hét við Tryggvagötu í Reykjavík á öldinni sem leið.

„Við erum algjörlega háð Íslendingum“

„Ég verð þó að segja þér eitt og það er að við erum ákaflega ánægð með það vinnandi fólk sem hingað hefur flutt frá Íslandi,“ segir bæjarstjórinn. „Við erum algjörlega háð Íslendingum hér, þið hafið komið hingað og sýnt okkur hvílíkir dugnaðarforkar þið eruð og þennan víkingaanda sem einkennir ykkur. Samfélag okkar væri fátækara án þessara starfskrafta. Við leggjum traust okkar töluvert í hendur innflytjenda sem blása nýju lífi í atvinnulíf okkar hér í Mehamn og Gamvik.

Bæjarstjórinn bauð í bíltúr eftir viðtalið. Horft út á Barentshafið ...
Bæjarstjórinn bauð í bíltúr eftir viðtalið. Horft út á Barentshafið frá einum af nyrstu landföstu punktum Evrópu. Sá sem nyrst skagar er nokkrum kílómetrum vestar. Ljósmynd/Atli Steinn Guðmundsson

Ég er alls ekki að segja að Íslendingarnir standi á bak við neitt í fíkniefnum hér. Þar höfum við nú bara marga Norðmenn og einnig innflytjendur frá Eystrasaltslöndunum. Við sjáum það að margir koma hingað frá Íslandi til að skapa sér nýtt líf hér, kaupa íbúðir, koma með börnin sín og verða hluti af okkar samfélagi og yfir því gleðjumst við af öllu hjarta.“

Olaussen segir það gleðiefni að hafa fjölda íslenskra sjómanna á svæðinu sem geri út eigin báta, veiði sinn kvóta og taki þannig þátt í atvinnulífi þessa smáa samfélags. „Að samfélag byggist upp á heilbrigðan hátt hjálpar okkur auðvitað í þeirri baráttu að draga úr fíkniefnaneyslu og ofbeldi og ég er þess vegna mjög ánægður með að fólk kjósi að flytja hingað til að starfa hér og allra ánægjulegast er þegar fjölskyldur flytja hingað með það fyrir augum að eiga sitt líf hér,“ segir Trond Einar Olaussen að lokum.

Hann býður þessu næst í stuttan bíltúr og ekur út á svæði þaðan sem horfa má út yfir Barentshafið svo langt sem augað eygir í aftanskininu og sjá stórbrotið berg ganga í sjó fram. Höfnin er næsti viðkomustaður með gargi sjófugla og fiskibátum sem bundnir eru við bryggju í löngum röðum. Ekki er örgrannt um hver lífæð þessa litla samfélags nyrst í Noregi er.

Lífsviðurværið við Barentshafið. Kóngakrabbinn er helsta gullið úr greipum ægis ...
Lífsviðurværið við Barentshafið. Kóngakrabbinn er helsta gullið úr greipum ægis hér um slóðir eins og Sigurður Hjaltested sjómaður fór ítarlega yfir í viðtali á sunnudaginn. Ljósmynd/Atli Steinn Guðmundsson
mbl.is

Innlent »

Aðgerðir standa enn yfir á Fimmvörðuhálsi

23:05 Björgunaraðgerðir vegna manns sem situr fastur á syllu í Goðahrauni á Fimmvörðuhálsi standa enn yfir, en aðgerðirnar eru tæknilega erfiðar að sögn upplýsingafulltrúa Landsbjargar. Meira »

„Þetta skal aldrei verða“

22:42 „Ég vil sem minnst gefa upp, en þetta skal aldrei verða,“ segir Hrafn Jökulsson umhverfissinni um fyrirhugaða Hvalárvirkjun. Framkvæmdir vegna virkjunarinnar hófust í dag á Ófeigsfjarðarvegi og segir Hrafn von á aðgerðum í vikunni. Meira »

Taka þurfti blóðsýni með valdi

22:30 Ökumaður var handtekinn í Kópavogi á fimmta tímanum í dag vegna ölvunar- og fíkniefnaaksturs. Hann var mjög ölvaður og reyndist einnig vera sviptur ökuréttindum ævilangt. Meira »

Þokuský eins og jökulbreiða

21:45 Berja mátti augum nokkuð sérkennilegt skýjafar yfir austanverðum Skaga við Skagafjörð í dag og tók Einar Gíslason á Sauðárkróki myndir af því þar sem hann var staddur á Höfðaströnd hinum megin við fjörðinn. Meira »

Togarinn „hættulegur staður“

20:55 „Ætli þeir hafi ekki bara verið að for­vitn­ast eins og krakka er oft siður. Ef þú ert á svæði sem er óstöðugt og get­ur valdið skaða þá ertu alltaf í hættu,“ segir hafnarstjóri í Reykjaneshöfn um fjóra táninga sem voru um borð þegar togarinn Orlik byrjaði að sökkva í Njarðvíkurhöfn í nótt. Meira »

Aðgerðinni ítrekað frestað

20:20 Reynir Guðmundsson, sem liggur á hjarta- og lungnadeild Landspítalans, hefur sent opið bréf til stjórnmálamanna, þar á meðal heilbrigðisráðherra. Þar óskar hann eftir því að farið verði yfir stöðuna sem er uppi á gjörgæsludeild. Meira »

Ölvaður starfsmaður fékk bretti í höfuð

20:00 Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst tilkynning um vinnuslys í Árbænum á öðrum tímanum í dag. Þar hafði vörubretti fallið á höfuð starfsmanns og blæddi mikið úr höfðinu. Meira »

Situr fastur á Fimmvörðuhálsi

19:45 Fimm hópar björgunarsveitarfólks eru nú á leið upp á Fimmvörðuháls til að aðstoða göngumann í sjálfheldu í Goðahrauni. Félagi mannsins tilkynnti um atvikið klukkan 18, en maðurinn hafði verið að klifra þegar hann rann niður á syllu og festi fótinn á milli steina. Meira »

Ekið á 16 ára dreng

19:38 Ekið var á sextán ára gamlan dreng sem var að hjóla yfir gangbraut í Garðabæ á tólfta tímanum í morgun. Drengnum varð ekki meint af en hjól hans skemmdist við áreksturinn. Meira »

ESB vill banna gúmmíkurl

19:25 Evrópusambandið er með til skoðunar að banna gúmmí á gerivgrasvöllum til íþróttaiðkunar frá og með árinu 2022. Heilu tonnin af örplasti af fótboltavöllum hverfa á ári hverju og enda í sjónum og jarðvegi. Meira »

Siðanefnd skilar áliti um Klaustursmál

18:25 Siðanefnd Alþingis hefur lokið áliti sínu um Klausturmálið og sent forsætisnefnd. Fá þeir sex þingmenn sem málið varðar frest út vikuna til að bregðast við álitinu og mun forsætisnefnd líklega ljúka málinu í næstu viku. Meira »

Eldur í bifreið í Reykjanesbæ

18:02 Eldur kom upp í mælaborði bifreiðar á Þjóðbraut í Reykjanesbæ skömmu fyrir klukkan 17 í dag og var slökkvilið Brunavarna Suðurnesja kallað á staðinn. Meira »

Icelandair deili bótum með farþegum

17:50 Neytendasamtökin fara fram á að farþegar Icelandair, sem neyðst hafa til að fljúga með staðgengdarflugvélum félagsins, fái hlutdeild í væntanlegum bótum sem Boeing greiðir félaginu vegna kyrrsetningar á 737 MAX-vélunum. Meira »

„Nú þarf ekki lengur Stasi“

17:40 Brynjar Níelsson segir orðið hatursorðræða vera vinsælt á meðal þeirra sem „vilja losna við gagnrýni og andstæðar skoðanir“. Þetta segir Brynjar á Facebook-síðu sinni í dag, en þar kemur meðal annars fram að ekki þurfi lengur Stasi til að upplýsa um hatursglæpi, „netið og Bárur þessa lands sjá um það“. Meira »

Leiðinni breytt til að auka stemningu

17:15 Þeir sem hyggja á að hlaupa heilt maraþon í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka í ágúst mega búast við því að stemningin í hlaupinu verði meiri en undanfarin ár. Meira »

„Eitt stærsta vandamálið innan flokksins“

16:47 „Hinn svokallaði flati strúktúr verður að byggjast á einhvers konar strúktúr,“ segir Halldór Auðar Svansson, fyrrverandi borgarfulltrúi Pírata. Hann segir strúktúrleysið eitt helsta vandamálið innan flokksins. Meira »

Brynjar Elefsen tekinn við sölusviði BL

16:45 Brynjar Elefsen Óskarsson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri sölusviðs BL ehf. við Sævarhöfða og tók hann við af Skúla Kristófer Skúlasyni sem lét af störfum í júní. Meira »

„Er mönnum alvara?“

15:19 Blaðamaður DV og höfundur langrar umfjöllunar um Gunnar Rúnar Sigurþórsson segir firringu fólgna í því að telja að þær upplýsingar sem fram hafi komið í umfjöllun hans eigi ekki erindi við almenning. Meira »

Hvaltönn fyrir lengra komna „lovera“

15:12 Skartgripasalar hafa lýst yfir áhuga á að smíða skartgripi úr tönnum og beinum grindhvalanna sem strönduðu í Löngufjörum á Snæfellsnesi. Meira »
Fjallatjaldvagn til sölu
Upphækkaður með alvöru fjöðrun. Upplitaður og snjáður, en í góðu lagi, Fortjal...
BÍLALYFTUR
EAE og Jema bílalyftur í úrvali,gæðalyftur á góðu verði. Eigum nokkrar gerðir á ...
Barnakerra
Til sölu Emmaljunga barnakerra. (Kerruvagn) Vel með farinn. Tilboð óskast...Sím...
Tæki fyrir traktorinn
Við erum með jarðtætara, hagasláttuvélar, kurlara og allt mögulegt fyrir traktor...