Fjöldi heilabilaðra mun tvöfaldast

Áætlað er að um fjögur þúsund Íslendingar séu með heilabilun. …
Áætlað er að um fjögur þúsund Íslendingar séu með heilabilun. Meðfólksfjölgun og hærri aldri mun fjölga mjög í hópnum á næstu árum. mbl.is/​Hari

„Það er stórkostlegur áfangi að fá loksins stefnu í þessum málaflokki, þannig að hægt sé að fara að vinna eftir henni. Vonandi verður mótuð aðgerðaráætlun og farið af alvöru í þennan málaflokk sem er svo brýnn,“ segir Vilborg Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri Alzheimersamtakanna.

Heilbrigðisráðuneytið birti í gær drög að stefnu um málefni einstaklinga með heilabilun. Þau eru til umsagnar í samráðsgátt stjórnvalda.

Í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag segir Vilborg að beðið hafi verið eftir slíkri stefnu í mörg ár og Alzheimersamtökin mikið beitt sér í því efni. Nefnir hún að Ísland sé með síðustu löndum Evrópu að vinna slíka vinnu. Alþingi samþykkti fyrir tveimur árum að fela heilbrigðisráðherra að móta stefnu. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra fékk Jón Snædal öldrunarlækni til að vinna drög að stefnunni. Hann fékk verkefnið í byrjun ársins og skilaði af sér í síðustu viku.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.890 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »