Fyrstu keppendur lagðir af stað

„Þau hjóla saman um 6 kílómetra en svo er hraðinn gefinn frjáls og þá teygist úr hópnum,“ segir Björk Kristjánsdóttir, keppnisstjóri WOW Cyclothon, en keppendur í einstaklingskeppni og Hjólakrafti lögðu af stað í hringinn í kringum landið fyrr í kvöld.

„Þetta fór vel af stað og mikill hugur í fólki og stemning hjá Hjólakraftskrökkunum,“ segir Björk og segir keppendur nú vera komna á Mosfellsheiði. „Það er svolítil þoka hjá þeim en ég er að vona að það verði allavega hlýtt þó það verði rakt.“

Lið í flokkum A og B, fjögurra manna og tíu manna liðum, leggja síðan af stað annað kvöld klukkan 18 og klukkan 19 og segir Björk að megi búast við miklu fjöri við rásmarkið.

Hægt er að fylgjast með staðsetningu keppenda hér.

mbl.is

Bloggað um fréttina