Áheitasöfnun með Hataraþema

Lið Verkís í ár. Ragnar er í miðjunni í efri …
Lið Verkís í ár. Ragnar er í miðjunni í efri röð.

Liðsmenn cyclothon-liðs verkfræðistofunnar Verkís nota öll trikkin í bókinni til að  safna áheitum í keppninni í ár, en einn af keppendum liðsins ætlar að hjóla í gegnum Akureyri í gimpabúning nái þau markmiði sínu í áheitasöfnun.

Þetta er í fimmta skiptið sem lið Verkís tekur þátt í keppninni, en þau unnu meðal annars blönduðu keppnina í fyrra. Liðsstjórinn Ragnar Haraldsson segir hins vegar að í ár hafi þau tónað sig aðeins niður, en stefni samt á að vera á undan öðrum keppnisliðum frá samkeppnisaðilum sem og stórum viðskiptavinum stofunnar. Þar á hann við aðrar verkfræðistofur og orkufyrirtæki eins og Landsvirkjun og HS Orku. Þá stefni liðið á að vera fyrst í svokölluðum fyrirtækjaflokki, en það er flokkur liða sem eru skipuð að fullu af starfsmönnum eins fyrirtækis.

Eitt árið beitti liðið svipuðu meðali til að raka inn áheitum, en þá lofaði liðið að hjóla í ballerínupilsum í gegnum Egilsstaði ef markmiðið myndi nást. Ragnar segir að peningarnir hafi hrúgast inn rétt fyrir Egilsstaði þannig að það virki greinilega að gera gulrót fyrir þá sem heita á. Segir hann að í ár hafi hins vegar verið horft til Eurovision varðandi þema og ákveðið að notast við gimpabúning í stað ballerínupilsa. Segir hann markmið liðsins að vinna áheitasöfnunina.

Í ár safna kepp­end­ur áheit­um til styrkt­ar sum­ar­búðunum í Reykja­dal fyr­ir börn og ungenni með lík­am­leg­ar og and­leg­ar fatlan­ir og er áætlað að styrk­ur­inn verði mik­il lyfti­stöng fyr­ir upp­bygg­ingu í Reykja­dal, en keppn­in snýst ekki aðeins um að vera fyrst­ur í mark, held­ur einnig um það hver nær að safna flest­um áheit­um.

Rætt er við Ragnar nánar í viðtali við hann á vef Hjólafrétta.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert