„Bara hjóla hratt og stoppa ekki“

Chris Burkard á leiðinni yfir Öxi.
Chris Burkard á leiðinni yfir Öxi. Ljósmynd/Óskar Páll Sveinsson

„Hann var með nóg að drekka og nóg að borða með sér á hjólinu og var búinn að ákveða að reyna að hjóla eins lengi án þess að stoppa og hann gæti. Ég spurði hann áðan þegar við vorum komin á Egilsstaði, að gamni, hver væri nú lykillinn að því að ná að hjóla til Egilsstaða undir 24 tímum,“ segir Óskar Páll Sveinsson sem fylgir Bandaríkjamanninum Chris Burkard í WOW Cyclothon.

Svar Burkard var ósköp einfalt: „Það er bara að hjóla hratt og stoppa ekki.“

Burkard er einn þriggja keppenda í einstaklingskeppni WOW Cyclothon þetta árið og hefur talsverða forystu á keppinauta sína, þau Eirík Inga Jóhannsson og Terri Huebler.

Burkard og félagar voru að nálgast Öxi þegar blaðakona heyrði í Óskari, en hjólakappinn tók sitt fyrsta almennilega stopp á Egilsstöðum fyrr í kvöld. „Hann stoppaði í um 20 mínútur, en stoppaði ekkert á milli Reykjavíkur og Egilsstaða nema að ég held tvisvar til að pissa,“ útskýrir Óskar.

Hér má sjá glytta í Eirík rétt fyrir utan Akureyri ...
Hér má sjá glytta í Eirík rétt fyrir utan Akureyri í dag. mbl.is/Þorgeir

Aðspurður hvort Burkard sé ekki að sprengja sig segir Óskar að fylgdarsveinarnir hafi að sjálfsögðu smá áhyggjur af því, en að honum líði vel og sé enn brosandi og hlæjandi og hafi æft gríðarlega vel fyrir keppnina.

„Hann virðist vera að gera þetta vel en er náttúrulega farinn að þreytast í líkamanum. Þetta er álag á ákveðna líkamsparta og það segir til sín, en eins og staðan er núna er hann ennþá bara í fínu formi þó ótrúlegt sé.“

Nái Burkard að halda dampi er ekki ólíklegt að hann slái brautarmet í keppninni, en að sögn Óskars er hann mikill áhugamaður um Ísland og hefur komið hingað í fjölmörg skipti til að ljósmynda og ætlar að gefa út bók um íslenskar jökulár í haust.

„Hann þekkir land og þjóð mjög vel. Hann er búinn að tala um þetta lengi að taka þátt í WOWinu og svo hringdi hann í mig í vor og spurði hvort ég væri til í að rúlla þetta með honum. Ég hélt það nú,“ segir Óskar að lokum, en hann er sjálfur heimildamyndabransanum og kynntist Burkard í gegnum fagið. Hægt er að fylgjast með ferðalagi Burkard á Instagram, en þess má geta að hann hefur þar rúmar 3,4 milljónir fylgjenda.

Freistar þess að verða önnur konan til að klára

En Burkard er ekki eini Bandaríkjamaðurinn í einstaklingskeppninni þetta árið, því ævintýrakonan Terri Huebler frá Alaska freistar þess að verða önnur konan til þess að klára einstaklingskeppni WOW Cyclothon.

Samkvæmt tilkynningu frá keppninni hefur Huebler tekið þátt í fjölda þrekíþróttakeppa, til dæmis The Yukon River Quest þar sem farnar eru 444 mílur á kanó og Fireweek 400 Ultracycling Race. Eftir að hún kláraði Fireweek áskorunina var hún í leit að nýrri hjólaáskorun sem hún gæti tekið þátt í þegar myndina The Secret Life of Walter Mitty og sem hún féll fyrir íslenskri náttúru.

Samkvæmt liðsfélögum hennar hefur hún talað um að keppa á Íslandi í að minnsta kosti þrjú ár. Terri nálgast á þessari stundu Mývatn og virðist ætla að takast ætlunarverk sitt, en hún segir kulda og mótvind ekki vandamál.

Hægt er að fylgjast með staðsetningu keppenda í beinni hér. 

Samkvæmt liðsfélögum hennar hefur Huebler talað um að keppa á ...
Samkvæmt liðsfélögum hennar hefur Huebler talað um að keppa á Íslandi í að minnsta kosti þrjú ár. Ljósmynd/Aðsend
mbl.is

Innlent »

Tilnefnd til verðlauna Chatham House

Í gær, 23:05 Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra er tilnefnd til verðlauna bresku hugveitunnar Chatham House árið 2019, en tilnefningarnar voru opinberaðar í gær. Þar er hún ekki í slæmum félagsskap, en ásamt henni eru þeir tilnefndir Sir David Attenborough, sjónvarpslíffræðingurinn heimsþekkti og Abiy Ahmed, forsætisráðherra Eþíópíu. Meira »

Skorað á sjálfstæðismenn að kjósa annað

Í gær, 22:59 „Staðreyndin er sú að það kann ekki góðri lukku að stýra þegar þingflokkur Sjálfstæðisflokksins fer allur sem einn á bak við mál, sem fyrst og fremst á stuðning meðal Samfylkingarflokkanna, og er að auki í andstöðu við vilja landsfundar.“ Meira »

Yfir sex hundruð tegundir

Í gær, 20:45 Hjónin Sigurður Þórðarson og Sigrún Andrésdóttir hófu búskap fyrir hálfri öld í húsi á Markarflöt í Garðabæ. Þau byrjuðu fljótt að vinna í garðinum, sem er í dag sannkölluð paradís. Meira »

Stekkur ekki úr sófanum á Laugaveginn

Í gær, 20:00 „Maður stendur ekki bara upp úr sófanum og segist ætla að hlaupa Laugaveginn,“ segir Lilja Ágústa Guðmundsdóttir. Hún varð um síðustu helgi fyrsta konan í aldursflokknum 70 ára og eldri til að klára Laugavegshlaupið en Lilja er 71 árs. Meira »

DV fékk ekki leyfi fyrir umsátri

Í gær, 19:40 Blaðamenn DV fengu ekki leyfi til að sitja fyrir Gunnari Rúnari Sigurþórssyni, sem afplánar á áfangaheimilinu Vernd, í því skyni að ná af honum viðtali líkt og reglugerðir gera ráð fyrir. Þetta staðfestir fangelsismálastjóri. Meira »

Fagnaðarfundir í nýjum hjólabrettagarði

Í gær, 18:25 Júlíus og Jón léku listir sínar í hjólabrettagarðinum nýja á Miðbakka í gær. Þeir fengu sér hressingu á nýjum matarmarkaði en þá greindi á um hvaða drykkur skyldi verða fyrir valinu. Meira »

Bandaríkjaher ræðst í útboð fljótlega

Í gær, 18:14 Bandaríkjaher hefur tilkynnt um fyrirhugað útboð á hönnun og framkvæmdum við þau mannvirki sem herinn hyggst reisa á Keflavíkurflugvelli. Kostnaðaráætlunin nemur 6,2 milljörðum króna. Meira »

GRÓ sótti göngumann á Fimmvörðuháls

Í gær, 17:59 Ný þyrla Landhelgisgæslu Íslands, TF-GRÓ, fór í sitt fyrsta útkall í dag er hún sótti slasaðan göngumann á Fimmvörðuháls. Maðurinn var staddur ofarlega á Morinsheiði ofan Þórmerkur og var ekki alvarlega slasaður. Meira »

Youtube Premium opnar á Íslandi

Í gær, 17:12 Viðbótarþjónusta myndbandsveitunnar Youtube, Youtube Premium, er nú aðgengileg notendum hennar á Íslandi. Þetta tilkynnti vefrisinn Google í vikunni, en Ísland er eitt þrettán nýrra landa sem fá nú aðgang að þjónustunni. Meira »

Horfurnar góðar fyrir hvítfiskinn

Í gær, 17:10 Heilt á litið hefur þróun sölumagns og verðs verið í rétta átt fyrir íslenskan þorsk, ýsu og ufsa. Þetta segir Anna Björk Theodórsdóttir, framkvæmdastjóri Sea Data Center. Samsetning útflutningsins virðist þó vera að taka breytingum og orðið aukning í útflutningi á heilum fiski til verkunar á svæðum þar sem launakostnaður er lægri. Meira »

Fimm lentu í umferðaróhappi

Í gær, 16:41 Umferðaróhapp átti sér stað á Reykjanesbraut eftir hádegi í dag þegar fólksbíll fór út af veginum í námunda við afleggjarann inn á Grindavíkurveg. Meira »

Skjálftahrina í Torfajökli

Í gær, 16:35 Jarðskjálfti, 3,3 að stærð, mældist í Torfajökli í dag kl. 14:15. Skjálftahrina hefur staðið yfir á svæðinu frá því í nótt.  Meira »

„Auðvitað erum við óánægð“

Í gær, 16:24 Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, segir í samtali við mbl.is að vitanlega sé hann ekki ánægður með niðurstöður nýjustu skoðanakönnunar MMR um fylgi stjórnmálaflokka. Segir hann að orkupakkamálið hafi reynst erfitt. Meira »

Sækja göngumann á Morinsheiði

Í gær, 16:18 Björgunarsveitir á Suðurlandi eru nú á leið upp á Morinsheiði á gönguleiðinni yfir Fimmvörðuháls, þar sem maður er slasaður á fæti. Það gæti þurft að bera hann niður. Meira »

Gómsætt íslenskt grænmeti til sölu

Í gær, 15:26 „Þetta er allt íslenskt grænmeti og beint frá bændum,“ segir Jón Jóhannsson staðarhaldari á Mosskógum í Mosfellsdal. Kartöflur, gulrætur, blómkál, brokkolí, vorlaukur, laukur, spínatkál og sinnepskál er á meðal þess sem til sölu er. Meira »

Enginn í sveitinni að spá í hræin

Í gær, 14:40 Í námunda við grindhvalahræin í Löngufjörum eru menn lítið að spá í þau. Menn eru frekar að spá í heyskap og búskap. Staðurinn sem hræin eru á er svo fáfarinn að lítil þörf er á að grafa þau, telur bóndi. Meira »

Missti afl og brotlenti

Í gær, 14:29 Lítilli fisvél hlekktist á í flugtaki á Rifi á Snæfellsnesi um tvö í dag. Tveir voru í vélinni og var einn fluttur á heilsugæslu með minni háttar áverka. Meira »

Ítarlegri kröfur í nágrannalöndum

Í gær, 13:15 Litlar kröfur eru gerðar um eignarhald bújarða hér á landi. Samkvæmt meginreglu 1. greinar laga um eignarrétt og afnotarétt fasteigna, sem gilda um allar fasteignir í rýmri merkingu (þ.m.t. land) á Íslandi, er áskilið að menn megi ekki öðlast eignarrétt eða afnotarétt yfir fasteignum nema þeir séu íslenskir ríkisborgarar eða með lögheimili á Íslandi. Meira »

Hitinn fer í allt að 20 stig

Í gær, 12:37 Spáð er norðaustangolu eða -kalda og súld eða dálítilli rigningu austanlands í dag, en skýjað verður með köflum vestan til á landinu og allvíða skúrir síðdegis. Hitinn verður á bilinu 8 til 20 stig, hlýjast í uppsveitum á Suðvesturlandi en kaldast við norður- og austurströndina. Meira »
STIGAR OG HANDRIÐ ALLAR MÖGULEGAR GERÐIR
Hagstæð verð, sjá meðal annars: http://www.youtube.com/watch?v=73dIQgOl2JQ...
Einstakt sumartilboð - 14,44 fm Garðhús - kr. 375.900,-
Naust er bjálkahús úr 34mm bjálka með tvöfaldri nót. Húsið er 3,8m x 3,8m og er...
Útsala ! Kommóða og eldhússtólar...
Till sölu 3ja skúffu kommóða,ljós viðarlit. Lítur mjög vel út.. Verð kr 2000......
Rafstöðvar DEK 30 KW 400/230 50 HZ Deutz 50 kw
Rafstöðvar varafl , 30 kw og 50 kw ,útvegum allar stærðir.Verð frá 990þ +vsk Vi...